. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Er löngu komin heim.....

En það er svosem engin ástæða fyrir bloggletinni.  Og er ekki ein um þá leti, var að fara hringinn hjá ungunum mínum...... Anna ekki sett staf á blað/blogg síðan 25 janúar.... á þessu ári, frænka hennar Gerða ekki síðan í fyrra, 18 nóvember, Lena mín ekki síðan 25 febrúar... á þessu ári, Árný ... á stysta halann ... 1 mars, Göspin mín, Mummi og Fjóla ..... laaaangt síðan síðast, skyldu allir vera fluttir svona ærlega á fésbókina að bloggið sé alveg dottið út.

Hvað um það, ég er mun hliðhollari blogginu en fésinu.

Ég átti alveg ágæta viku í borg syndannna,  þurfti ekki að búa um rúmið mitt né elda mat í heila viku ... og tvo daga að auki.  Heimsótti góða vini, fór í saumaklúbb og á kvenfélagsfund með netkellunum, svaf út flesta morgna og heimsótti börn og barnabörn. Við Ella Bogga náðum að ráðast í verkefni sem er búið að bíða okkar alllengi og það var sko gaman, nú erum við vissar um að við erum snillingar og getum allt .... punktur.

Það var gott að koma heim og eitthvað hafði það glatt stórusys að sjá loks ljós í glugga... þegar hún fór heim úr vinnu á laugardagskvöldið , henni hefði nú verið óhætt að reka höfuðið í dyrnar.  Hér voru að sjálfsögðu allir hlutir í lagi .... nema súrmatartunnan hafði ekki þolað einveruna, ég henti innihaldi hennar og ekki laust við að færi hrollur um hjásvæfil minn við að sjá þetta "góðgæti" lenda í ruslinu.  En ... bara vera þolinmóður Gísli minn, ég er að sjóða slátur og tunnan kemst ekki upp með neitt múður ... skal gæta þess vel að allt sé vandlega kælt áður en ég set aftur í tunnufj......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Já já ég veit ...... fésbókin tekur eiginlega allan þann litla tíma sem að ég eyði við tölvukvikindið. 

Takk fyrir samveruna mamma mín

Anna Gísladóttir, 10.3.2009 kl. 13:31

2 identicon

Systir góð, eftir langa seinnivakt, er ekki einu sinni eftir orka til að hinkra á Húnabrautinni, en bíddu hæg, ég kem.

Sigrún (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband