. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ég get svo svarið það......

Held að talvan mín hafi tekið athugasemdir páskagesta minna nærri sér, hún hefur fátt gert með góðu undanfarna daga.  Ekki tekið inn póst, hleypt mér inn á moggavefinn eða fésið nema mjööög takmarkað, yfirhöfuð verið mjög andsnúin.  Meir að segja verið með ótugtarhátt við Gísla minn blásaklausan.  En eftir hádegið í dag birtist Gísli yngri og hreinsaði út óværu sem var að pirra tölvugreyið.  Reyndi meir að segja að kenna ömmu hvernig hún gæti gert þetta sjálf.

Hinsvegar er eftir að koma í ljós hvort kennslan tókst......

Framanskrifað er gert nánast um leið og Göslinn minn var búinn að koma vitinu fyrir tölvugarminn.  Í ljósi þess að morguninn hafði verið erfiður hjá mér, Guðjón litli var hér hjá mér milli ellefu og tólf en aldrei þessu vant var hann óvær og endaði með því að gráta sig í óværan svefn í fanginu á mér .... amman er þessu ekki vön og lá við að ég væri farin að skæla með honum.  Ég ákvað því að splæsa á mig smá lúr um miðjan daginn.  Sá varð stuttur, Majan mín hringdi og bauð mér og kalli mínum í kvöldmat, ég man að hafa talað eitthvað meira við hana .... hvað það var kemur í ljós við kvöldmatarborðið, en síðan ætlaði ég að teygja aaaaðeins úr mér áður en ég risi upp .... og sofnaði þar með aftur.  Næst hrökk ég upp með andfælum við brothljóð og læti, áttaði mig á að það væri niðri hjá Árnýju, þegar úrill mamma kom í dyrnar þar stóð yfir flutningur á húsgögnum og þrif... hávaðann orsakaði Göslinn þegar hann braut gamalt skrifborðið frænku sinnar í frumeindir í stað þess að skrúfa það í sundur áður en því væri fleygt út á hlað.

Allar tilraunir til rólegheita hér uppi eru því geymdar til morguns, komin hér upp áðan eftir viðkomu á neðri hæð ætlaði ég að fá mér kaffisopa og flatbrauð og kveikti á síðdegisútvarpinu, þar var Ástþór Magnússon að tjá sig og hafði hátt.......

Guð hjálpi okkur Íslendingum ef þetta er það sem koma skal á alþingi, slæmt var það fyrir.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband