18.8.2009 | 13:32
Loooksins ............
Dru ...... ég til að blogga, búin að fá ávítur fyrir letina og beiðni um að hysja nú upp um mig svona blogglega séð. Ég sé á dagsetningum að í ágúst hef ég bara ekki sett staf á blað og það er sko ekki vegna þess að ég hafi verið heima og ekkert gerst í kringum mig. Anna mín og börn voru hér vikuna fram að verslunarmannahelgi, Óli þurfti að vinna fyrrihluta vikunnar og við því án hans. En hann skilaði sér norður og lagði af stað með allt sitt vestur á Snæfellsnes snemma á föstudeginum. Við Gísli gátum ekki farið svo snemma, það þurfti að ljúka vinnudegi fyrst. En við urðum samt á undan þeim í Snorrastaði til Hauks og Ingu en þar var ætlunin að dvelja amk. eina nótt. Þær urðu tvær, það var gengið á Eldborg fyrridaginn og þann seinni um hraunið fyrir utan bæinn þar sem Haukur hafði virkjað heitt vatn sér og sínum til nytja. Þarna um hraunið fórum við Gísli í fygld Hauks í vor og vorum viss þess að þarna þyrftum við að koma aftur... vopnuð myndavél. Ekki fannst Önnu síðra tækifærið að sjá sig þarna um ... með sína vél um hálsinn.
Þarna í skjóli Hauks og Ingu var yndislegt að vera en við fórum þaðan á sunnudegi undir hádegi áleiðis að Arnarstapa. Yndislegt veður, umhverfið magnað ..... það þarf ekki að lýsa þessu frekar. Gistum þarna um nóttina og fyrir nes daginn eftir og svo heim. Óhappalaus og yndisleg helgi með ungunum mínum og kalli.
Dag í senn, hvert andartak í einu.... Björg Þórhallsdóttir er að syngja fyrir mig.
Flesta daga erum við á Núpi, Gísli að erja við að bæta og laga, gera og græja ... ég þvælist fyrir honum og sé til þess að hann hafi að eta. Við erum stundum að furða okkur á hve mikil umferð er þarna frameftir, síðastliðinn sunnudag voru amk. sjö bílar á ferðinni eftir að við komum fram eftir um miðjan dag... höfðum verið í Saurbæ um helgina.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Gott að sjá þig mín kæra
Ragnheiður , 18.8.2009 kl. 17:31
Þú veist ekki hve margir sakna þín systir góð
Sigrún (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.