. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Mánudagur.......

Mér finnast þetta slæm skipti, síðastliðin sex mánudagskvöld höfum við Villi hérna af neðri hæðinni horft á þætti um bresku konungsfjölskylduna.  Núna er manni boðið upp á fyrirlestur um bakteríur.  Í skelfingu minni yfir að komast að hve margar þeirra gætu verið staddar í munni mínum, rauk ég fram á bað áðan og burstaði tennur .... vel.  Hugleiddi meiraðsegja hvort ég ætti að nota ræstiduft í stað tannkrems.  Ergo... þessi þáttur inniheldur upplýsingar sem ég gæti bara alveg hugsað mér að vera án.

Ljósanótt í Keflavík naut návistar okkar hjóna um síðustu helgi.  Í garðinum hjá Jökli og Oddnýju mátti sjá þrjú fellihýsi, einn tjaldvagn, tvö tjöld, innkeyrsluna prýddi hjólhýsi í yfirstærð og húsbíll okkar Gísla var hafður utangarðs.  Ekki það að við höguðum okkur illa, það er bara ágætt stæði fyrir okkur rétt neðan við garðinn hjá þeim. Þarna voru öll mín börn með hjásvæflum og afleggjurum, nema Árný, hún var heima að jafna sig eftir flensu með óþekktu nafni.  Valli bróðir með sína spúsu og dótturina og hjólhýshótelið hýsti Þorgeir og Helgu + börn.  Gestir litu inn og yfir höfuð var þetta hin ágætasta helgi.

P.S. Er að hugsa um að bursta aftur............til öryggis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

haha nú verðurðu burstandi fram á nótt Halla mín, ég missti af þessu- sem betur fer

Ragnheiður , 8.9.2009 kl. 22:24

2 identicon

Núna er enn kominn mánudagur...    spurning hvort þú og Villi ættuð ekki að fara bara í kvöldgöngu til að hætta ekki á að sjá svona bakteríuþátt aftur  ;o)    miklu skemmtilegra að ganga og spjalla en glápa á imbann hvort eð er  :o)

Halla Guðm. (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband