. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Blautur dagur og réttir búnar .......

Það er búið að vera svo mikið að gera undanfarna daga að bloggið hefur mátt bíða betri tíma.  Anna og Óli birtust hér á föstudaginn, með Sigurjón og Höllu Katrínu meðferðis.  Kristján kaus að vera heima og halda sér við helgi að sínu sniði og gista hjá afa og ömmu í Heiðarseli. Við skildum þau eftir hér heima á Húnabrautinni, nema Sigurjón, hann fékk að fara með í Núp .... á Núpnum.... og gista.  Han var reyndar orðinn svolítið langeygur eftir mömmu og Óla, þó voru þau komin vel fyrir hádegi.  Sigurjón hóf sinn dag hinsvegar fyrir sjö... með því að bjóða ömmu sinni góðan dag ... þangað til amman urraði undan sænginni .... það er nótt ennþá drengur og þá kom eymdarlega ...... en ég er svangur amma.   Mér tókst að hindra frekari samræður fram undir átta, en þá lá við að ég væri farin að heyra garnagaul í drengnum.

Dagurinn varð góður, þurrt veður og bjart, mannmargt á Kirkjuskarði, fleiri sem fóru á hestbaki á eftir stóðinu en fjöldinn á því sjálfu. Ástæðan kom í ljósí gær, það vantaði svona u.þ.b 2/3 af hrossunum frá Enni.  Ferðin út dalinn gekk seint, við vorum komin á undan út í Núp og inn í girðingu áður en stóðið birtist ... aðeins þéttur hópurinn og stoppað strunsið á þeim fremstu fyrir neðan girðinguna hjá okkur og síðan haldið áfram.  Bílalestin sem á eftir fór var hinsvegar stopp fyrir neðan Mánaskál lengur en manni þótti gott, ástæðan var slasað hross hjá nýja bóndanum á Efrimýrum.  Þegar við komum þangað, klukkan að ganga sjö, með nestisbílinn þeirra, sáum við ástæðuna fyrir töfinni inni á geymslugólfi og dýralækni önnum kafinn við viðgerð.  Sem tókst að því er ég best veit. Kvöldinu eyddum við með þeim hjónum og gestum í góðu yfirlæti á gamla heimilinu okkar, Smárinn minn var kominn til afa og ömmu og var því með okkur og þótti skrýtið að koma þarna og ekki afa og ömmu dót í stofunni ..... og allt öðru vísi allstaðar sagði hann.

Dagurinn í gær varð hinsvegar rigning út í eitt og lítið að gera í dyravörslunni hjá mér sökum þess hve margt vantaði.  Til allrar lukku hafði Gísli fallist á að koma með húsbílinn út að rétt svo maður hafði skjól þar til að næra sig og hvíla.  Gólf bílsins bar þess glögg merki að þar höfð gengið um margir óhreinir fætur en Árný mín hjálpaði pabba sínum að tæma og þrífa bílinn þegar heim var komið.  Við vorum fram á kvöld að ganga frá öllu úr bílnum enda var þetta síðustu notin á honum í sumar.... 62 nætur var sofið í honum, fyrsta heila sumarið í okkar eigu.

Það voru frekar þreytt hjón sem lögðust til hvílu klukkan að ganga ellefu í gærkvöldi hér á Húnabraut ellefu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband