29.9.2009 | 17:58
Versnandi minni......
Og hækkandi aldur ...... ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég gleymdi að láta Majuna mína vita í morgun að ég kæmi ekki í sjúkraþjálfun ... sökum annríkis við að snýta mér. Mundi eftir þessu svo seint í gærkvöldi að ég vildi ekki hringja ... of vel alin upp til að ónáða fólk eftir klukkan tíu á kvöldin, nema brýna nauðsyn beri til. En var svo búin að gleyma þessu í morgun.
En ég mundi eftir að tilkynna manni mínum hvaða dagur væri á morgun ... svona ef hann skyldi hafa gleymt því.
Núna er hann komin á bakvakt á Efrimýrum næstu tíu dagana, húsráðendur og dóttirin litla eru farin í síðbúið sumarfrí til Austurríkis, ætla að heimsækja þar hryssu sem þau áttu einu sinni og núverandi eigendur hennar. Vinnumaðurinn sér um daglega umhirðu í púddukofanum en Gísli um verðmerkingu og vöktunina. Við erum búin að leggja Núpnum okkar í hlöðuna í Saurbæ, nýbónuðum og fínum og strax farin að hlakka til að sækja hann í vor og leggjast út á Laxárdalnum......
Árný kom hér áðan með kökur í báðum höndum frá elskunni henni Jennu, vinkonu sinni. Einhverntíman hafði ég sent stelpunum hennar dúkkuföt og nú vildi hún launa mér, hjartans þakkir Jenna mín, ég veit af fyrri reynslu að kökurnar þína eru hreint sælgæti.
Morgundagurinn verður bara gleði og gaman ... þrátt fyrir hækkandi aldur.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið þitt Halla mín :)
kv. ebj
ebj (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 08:19
Til hamingju með afmælið, aldur segir bara til um hvernig þér líður en ekki hversu gömul þú ert. Mér finnst að sjúkraþjálfarinn gæti sinnt heimaþjónustu svona í tilefni dagsins.
Bestu kveðjur og eigðu góðan og gleðilegan dag
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 05:51
Hún gerði það, kom með Guðjón Frey í kaffi og kökur......
., 2.10.2009 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.