. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Get ekki sofnað.....

Og hvað gerir frúin þá ..... bloggar.  Búin að vera róleg helgi hjá mér, engir svangir smiðir um helgina, bara kallinn.  Við fórum upp í Núp í gær, þar var allt með kyrrum kjörum, allar hríslurnar búnar að fella blöð og komnar í vetrarbúning, nú er bara að sjá hvernig þær vakna í vor.  Það er orðið hvítleitt niður fyrir hjalla og haustlitirnir hafa orðið grátt yfirbragð þarna uppfrá.  Komum við á Efrimýrum og skoðuðum hvað væri búið að gera í breytingum á hlöðunni, það hafði tekist að steypa á föstudaginn eins og til stóð.  Í dag fórum við Árný fram í Saurbæ og Smárinn minn með,  Anna Guðbjörg var þar um helgina og Árný notaði fallegan dag til að elta þau systkinin utandyra... vopnuð myndavél.  Það er auðvelt að mynda Önnuna, erfiðara með bróður hennar.  Svo setti Árný upp sparisvipinn og plataði Mumma til að keyra sér upp á brúnir ... með myndavélina og myndirnar sem hún tók þarna uppi ..... æðislegar.

Best að hypja sig aftur í bólið og vita hvort að Gísli hóstar enn á tveggja mínútna fresti .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já svona er þetta Halla mín en það er nú samt gott að hósta þessu upp, svo maður verði frískur aftur :)

ebj (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:12

2 identicon

HOLLRÁÐ:

Gefðu honum grasate

og gufu upp í nefið,

lýsisdropa og Lasagne

það losa mun um kvefið.

Sigrún (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband