. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Fyrir þrjátíu árum ......

Stóð ég í stórræðum, yngsta barnið mitt var á leiðinni í veröldina.  Á afmælisdegi Katrínar Grímsdóttur langömmu sinnar enda hafði Gísli það við orð þegar ég var borin út úr húsinu heima... búin að missa allt vatnið..... ef að stelpan verður fædd fyrir miðnætti verður hún nú að heita Katrín.  Ég samþykkti strax uppástunguna, Katrín er ágætisnafn og ég var orðin ærlega þreytt á þessum innbyrðis kúlubúa sem átti að vera mættur fyrir næstum þrem vikum.  Búið að reyna sitt af hverju til að ná unganum út ... langur og góður göngutúr, holuakstur á vondum vegi, lyfjagjöf í æð sem átti að skila þrjóskudósinni út í hvelli ... laaangt og gott gufubað fram í Saurbæ ... ekkert dugði. Barnunginn var kyrr, það er að segja innanborðs hjá mér, ja nema nóttina eftir gufubaðið voru spörk og fyrirgangur með minnsta móti svo ég svaf vel.  En þarna um miðjan dag þann átjánda fór vatnið hjá mér og við komu á spítalann mætti læknirinn mér úti í dyrum með græjur til að setja upp hjá mér lyf í æð til að reka á eftir. Loksins fór þetta nú að ganga eitthvað en hefði svosem alveg mátt taka styttri tíma, svona lyfja eftirrekstur orsakar yfirleitt strangari verki og styttra á milli þeirra.  Upp úr klukkan ellefu um kvöldið var séð að þetta myndi nú hafast af fyrir miðnættið og klukkan var 23 mínútur yfir ellefu þegar ljósan stóð með  organdi barn í höndunum,  og Gísli fullyrðir að ég hafi sagt með tortryggni mikilli í rödd ... lof mér að sjá.... þegar hann segir ... þetta er strákur, við verðum að finna annað nafn.

En þetta var satt, þarna var kominn strákur sem byrjaði skammarstrik sín hér í heimi með því að spræna beint á ljósu sína svona mínútu gamall.

Við vorum í Keflavík í dag í þrítugsafmælinu hans, hann hundveikur af inflúensu og sagði öllum að hann væri með kúariðu.  Til hamingju með daginn Jökull minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með "barnið" Halla mín

Ragnheiður , 18.10.2009 kl. 22:35

2 identicon

Til hamingju með drenginn og JÖKULL minn til hamingju með árin þín þrjátíu  kv. Ella Bogga

ebj (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband