18.10.2009 | 23:31
Ræðan sem ekki var flutt ......
Fyrir nokkru síðan fékk ég bréf í pósti sem innihélt boð í fertugsafmæli norður í Eyjafirði. Bréfið var nokkuð skondið og alveg í anda konunnar sem var að bjóða okkur hjónum í fertugsafmælið sitt. Til dæmis manni til upprifjunar var yfirskriftin ... fertug-fjörug-frumleg-frísk-frábær- fönguleg og neðst á blaðinu var... forvitin-fagnandi-frjó-foreldri-fullorðin frjálsleg. Eins og ég myndi gleyma einhverju af þessu?
Ég ætlaði sko að þiggja þetta boð en komst svo að því að sonurinn ætlaði að halda upp á sitt afmæli hinumegin á landinu þá varð ég að velja og valdi soninn.
En ég var byrjuð á ræðustúf handa Guðrúnu Ösp og er að hugsa um að setja línurnar hér inn.
Elsku Guðrún Ösp.
Fertug, fínleg, frumleg, frökk
frjósöm, fjörug, fyndin,
kátleg, kyndug, kröftug, klökk ?
kannski er svona myndin.
Þetta skrifaði ég á blað sama dag og ég fékk boðið þitt í hendurnar. Ég á margar myndir af þér í huganum frá því þú varst pínulítil. Og endalaust þakklát fyrir hve oft þú dvaldir hjá okkur Gísla sem barn og unglingur. Uppátækin þín voru ærin ... enn er geymt bréf sem þú skrifaðir Gísla þegar þú þorðir ekki að segja honum beint að þú hefðir brotið slatta af eggjum við að bera þau heim. Í umslagi og skrifað utan á það rétt og riktuglega, en í stað frímerkis hafði hún teiknað hanahaus. Einhverntíman komstu um páska og að sjálfsögðu með spariföt, þar með talið sparifatavesti föður þíns, sem að sjálfsögðu fannst ekki í Tungusíðunni þegar eigandi vestisins ætlaði að klæðast því þessa sömu páska. Kannski voru þetta líka páskarnir sem þú grófst páskaeggið hennar Völu niður á botn í hveitiíláti Efrimýraheimilisins ... sem vel að merkja tók fimmtíu kíló hveitis en var til allrar lukku ekki fullt þá dagana. Ég hef vægan grun um að þrátt fyrir að vera orðin eiginkona og þriggja barna mamma, eigir þú enn til prakkaraskap og hafir gaman af að hræra aðeins upp í tilverunni í kring um þig. Takk fyrir allt gamalt og gott og guð gefi þér alla daga góða, hér eftir sem hingað til.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Takk Halla mín og mikið saknaði ég ykkar Gísla í veislunni.. þið hefðuð verið svo fín með kúrekahatta og ég sé Gísla í forustu í línudansinum :) já það voru ekki leiðinlegar stundirnar á Mýrum og mikið man ég eftir brotnum eggjum sem þú ert svona hógvær með.. því þetta var allt varp dagsins sem ég rak rassinn í og hrundi niður í hlöðuna. til hamingju með Jökulinn og knús til ykkar allra :)
Guðrún Ösp, 19.10.2009 kl. 07:53
Já Halla mín þið Gísli hefðuð sómt ykkur vel þarna á "kúrekahátíðinni" þetta var líflegasta afmæli sem ég hef farið í. Og gestabókin ! þvílík snilldar-hugdetta og það sem dóttur minni dettur í hug :) heibaggar, hjólbörur, hnakkar, skeifur, pókerspil og gamlar olíuluktir. Þetta var bara snilld:) kv. gamla
ebj (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.