. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Komin helgi.....

Enn einu sinni og nú er orðið löglegt að hengja upp jólatrallið eins og hún Solla mín segir gjarnan.  Enda er ég búin að vera að tína saman sitthvað til skreytinga í morgun, þvo jólagardínur í eldhúsið, útsaumaðar að sjálfsögðu, finna eitthvað af ljósaskrauti í gluggana........ ég tók þetta nefnilega ekki sjálf niður í lok síðustu jóla og er því ekki alveg með á hreinu hvar hlutirnir eru.  En það er bara gott að þurfa að leita, ég tek þá til í viðkomandi skápum í leiðinni, pollýanna sko.

Úti er orðið hið skásta veður nema það er kalt ...... og alhvítt eftir tveggja daga snjókomu.  Maja kom aðeins í morgun, með Guðjón  litla með sér, vel pakkaðan í bílstólnum, leist ekkert á göngufæri fyrir vagninn.


Mergurinn málsins......

Af hverju ættum við að treysta núverandi pólitíkusum áfram, þeim hefur ekki verið treystandi undanfarið.... ég er að horfa á beina útsendingu af borgarafundi í Háskólabíó.

Eitthvað klikkaði......

Ég hafði það fyrir pásuhlutverk að blogga á þriðjudaginn, en við glímu okkar Árnýjar við prentarann (aðallega hennar) þá fauk færslan mín út í buskann og er þar enn á flögri.  Þetta hefur líklega ekki verið nógu gott hjá mér.  Síðan hef ég bara slitið gólfum og dýnu, Sifin mín góð, ekki tökkunum á lyklaborðinu mínu fyrr en núna.

Það er ekki laust við að ég sakni margra félaganna úr grasinu, þau sem stóðu við í litla setkróknum á móti þvottaherberginu voru ansi góður hópur.  Margar sátum við með prjóna, heklunál nú eða þá útsaum, kallarnir héldu við kaffinu á könnunni, já og keyptu stundum súkkulaði með því, það var stundum þjarkað um ástand okkar íslendinga þessa dagana, farið með misgóðar vísur..... það var oft gaman þarna.  Ekki má ég gleyma þeim sem sátu oftast við matborðið með mér, hún Helga mín úr Hafnarfirðinum, Hrafn og Guðríður frá Ísafirði. Og áður en þau þrjú komu voru það snillingarnir Sverrir og Lovísa frá Höfn í Hornafirði.  Öllu þessu góða fólki var yndislegt að kynnast og spjalla við.

Nú er komin helgi, síðan í gær hafa þau glímt við pappíra föður sins, Gísli og systur hans, yfir það allt var eftir að fara og leysa úr hvað við skyldi gera. Þetta hefur gengið þrautalaust ........ hingað til.


Ójá, ég er komin heim......

Og löngu komin á fætur, Vala mín.... kaffið er farið að kólna.   Blogga betur seinna í dag, núna er það taka tvö á þvottavélinni og rölta um alla íbúðina og fullvissa mig um að ég sé heima hjá mér.....

Ekki á morgun, heldur hinn........

Fer ég heim, nokkrum kílóum léttari en ég kom, að ég nú ekki tali um sálarskarnið, þar er mun betra ástand en við komuna hingað í "grasið".  Hér eru rólegheit hin mestu um helgar, engin bið eftir göngubrettinu né fjöldasamkoma í sundinu og matsalurinn er eins og eyðimörk.....

Var að fylgjast með útsendingu á stöð 2 frá Austurvelli, ríkissjónvarpið sá ekki ástæðu til að lofa fólki að fylgjast með og nú er ég í hamóð að melta það sem Andri Snær Magnason sagði í sinni ræðu um framkomu ráðamanna okkar, þar var margt athyglisvert.

Þar á meðal var .... þú þekkir ekki neinn til fulls fyrr en þú hefur þurft að deila með honum arfi....mikið innilega er ég sammála manninum.

Vinkonu minni góðri til uppfræðslu, þegar ég nefndi stóru systu hér í bloggfærslu, þá átti ég við Sigrúnu, elstu systur Gísla.

En dætur mínar norðan heiða, allar þrjár... eða sex eftir atvikum.... mamma er á leiðinni heim á mánudaginn næsta..........


Liðin helgin......

Og Annan mín er orðin 35 ára ....... til hamingju með daginn, Anna mín.  Ég eyddi helginni með kalli  mínum og tveim barnabörnum í sumarbústað hérna í Ölfusborgum og fannst það notalegt ef frá er talinn mikill hávaði og söngur úr næsta húsi seinni nóttina.  Höllu Kötu fannst þetta líka fúlt og vaknaði svo illa að á endanum færði afinn sig í hennar koju og sú stutta fyrir ofan ömmu sína.  Þegar ég var svo skilin eftir hér í gær, mótmælti hún hástöfum og heimtaði að amma kæmi með, afinn sagði að mótmælin hefðu verið í háværasta lagi og staðið langleiðina upp Kambana.

Nú er farið að síga á seinnipartinn af dvölinni hér, var að færa mig um herbergi í dag og er bara sátt með.  Sáttust þó að hafa heyrt í stóru sys í gærkvöldi og Gísla og rætt við þau sitthvað sem ég ætlaði að læsa hér inni ........ takk bæði tvö.


Ekki dauð.. bara nóg að gera......

Alveg satt, hér er nóg að gera flesta daga og í morgun var ég svo heppin að fá framlengda dvöl um eina viku og er kát með.  Ekki stigið á vikt lengi, þarf þess ekki því ég finn á fötum mínum að ég er að minnka ... sem ég er elskusátt við.  Það sem ég er ekki sátt við, ratar inni í næstu færslu ..... læsta.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband