. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Mánudagur ... sá fyrsti í föstunni......

Ekki er það nú samt svo gott að maður fasti þessa dagana, reyni samt að halda í eigin hemil með át ósiðina.  Það þýðir að jólabakstur verður í algjöru lágmarki og helst til að eiga eitthvað handa svöngum gestum á jólaföstunni.  Svo verður hjásvæfill Árnýjar hér fyrir norðan um jólin og ég veit að honum þykja kökur góðar. 

Mér varð hugsað til búrsins heima á Núpi í gær ... stödd framfrá.  Áður en jólafastan hófst voru þær byrjaðar að baka, mamma og Beta ...... 12 til 14 tegundir af smákökum, brúna og hvíta rúllutertu, fjögurra laga brúntertu og vínartertu, kramarhús og terturbotna.  Já og rasptertuna, ekki má gleyma henni.  Þetta hvarf ofan í hin misjöfnustu box og þess gætt vel að sama boxið hýsti hverja tegund og í því hafði verið árið þar á undan.  Vaninn er sterkur, jafnvel þó sé bara um kökubox að ræða.  Svo var að sjálfsögðu harðbannað að stelast í baukana fram til jóla og ekki vel séð að væri verið að smakka svona beint af plötunni, ja nema eitthvað væri að laginu á kökunni eða ofninn hafði dekkt plötuna óhæfilega...... sem gerðist alltof sjaldan. Svo var þetta allt tekið upp á aðfangadagskvöld, þegar komið var inn úr fjósi var búið til heitt súkkulaði, þeyttur rjómi, sett á tertu og sett eins mikið af smákökum  og randalínum á borðið þar til ekki komst meira.  Sparistellið sótt upp í efstu hilluna í eldhússkápnum og .... nammi namm. 

Er næstum farin að slefa við að rifja þetta upp........                                       


Fyrsti dagur jólaföstu.......

Og við hjónin fórum fram í Núp upp úr hádeginu í dag.  Lítill snjór á vegi og góðar slóðir þannig að Nissan fór þetta eins og ekkert væri.  Gísli var reyndar með ranga lykla að hliðinu svo hann er núna í ferð nr. tvö, er að ná í rafgeymirinn fyrir girðinguna.  Það er frost í kringum tíu gráður og veðrið var alveg yndislegt þarna framfrá, sólin baðaði fjöllin þar sem hún náði til .... magnað að sjá.

Ég er að taka upp bloggandann eftir langt hlé, hef reyndar í gegn um árin átt mun auðveldara með að skrifa á vetrum meðan myrkur er mestallan sólahringinn.  Og nú er jólafastan byrjuð og þá herja á mig minningar frá löngu liðnum jólum og þetta verða fyrstu jólin sem ég held síðan mamman mín á Skagaströnd féll frá.  Flesta daga kemur hún í huga mér ... og alla daga er hennar saknað....

Er að hugsa um að finna meira jóladót til að hengja upp og fleiri  ljós.....


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband