. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Janúarlok......

Eru alveg að bresta á og mánuðurinn verið ansi fljótur að líða og verið fjölbreyttur.  Það var erfitt að koma heim í snjó og kulda, frá Tenerife úr hitanum þar.  Mér er varla orðið hlýtt ennþá.  Ennþá sunnar kvartar Kiddi yfir 30 stiga hita, vildi óska að þessu væri aðeins betur skipt niður.

Hér röltir allt sinn vanagang, Gísli að vinna, ég reyni að sjá til að við sveltum ekki og séum sæmilega til fara, sauma svo og les þess á milli.  Barnabörnin gleðja mig oft seinnipart dags með því að koma hingað úr skólanum og ýmist leika sér eða læra.Sólin aðeins farin að hækka á lofti og það þýðir bara eitt ..... það styttist í vorið.


Gleðilegt nýtt ár......

Þótt seint sé, þá skal þetta vera yfirskriftin hjá mér núna.  Ekki gafst tími til að blogga áður en ég fór af stað áleiðis til Tenerife þann annan janúar síðastliðinn.  Ekkert gaman að blogga þar á tölvu sem ekki er með íslenska stafi og síðan ég kom heim, hefur hvorki verið friður né tími.

Tenerife dvölin varð góð.... þegar við vorum komin þangað en það tók rúma þrettán klukkutíma frá því við komum í flugstöð hér og þangað til komið var á hótel úti.  Ein "máltíð" í byrjun flugs og síðan var ekki einu sinni hægt að fá vatn, hvað þá eitthvað annað.  Ástæðan, það var ekki hægt að gefa til baka og ekki posi. Seinkun hér heima, millilending í Palma.... seinkun þar í hálfan annan klukkutíma, það var farið að síga illilega í hjásvæfil minn.  Og klukkan langt gengin í eitt um nóttina við komu á hótel var auðvitað allstaðar lokað og allir svangir og þyrstir.  Þessvegna gladdi það mann mikið að sjá á borði í íbúðinni.... þegar hún fannst loksins... ávexti og léttvínsflösku. Og það voru þreytt hjón sem lögðu sig til svefns á herbergi 3049 á Parque Santiago III ....... í góðu rúmi og með frábæra kodda.

Við tóku hlýir og yndislegir dagar og letilíf hjá mér en gönguferðir um allan bæ hjá Gísla, ýmist einn eða með Mumma og Sigrúnu. Já og það kom fyrir að ég fór líka. Oftar þó líklega einn, hann er í mun betra gönguformi og líklega óráð að labba 17 km í einu ...með slæma astma ( Mummi). Gísli hinsvegar fann ekkert fyrir þessu.  Fórum í skoðunarferð, sem við fórum reyndar líka í fyrra en það var svo fallegt í Mascadalnum að ég væri til í eina ferð enn...... magnað.

10 jan fórum við út að borða og minntumst tengdapabba sem hefði orðið hundrað ára þann dag, hefði honum enst ævin lengur.  En níutíu og fimm ár er löng ævi og meðan við borðuðum og drukkum eðalvín með rifjuðum við upp ótal minningar og skáluðum fyrir honum.  Þennan dag varð Magnea hans Jökuls 13 ára, meira hvað börnin eldast hratt.  Og í dag er Aron Leó 10 ára.

Það var því ekki laust við að um mig færi hrollur þegar leið að heimferð, heima snjóaði... og snjóaði meira, fór svo að rigna og spáði andstyggilega fyrir deginum sem við ætluðum að keyra norður.  Vorum búin að frétta að nýji bíllin okkar væri kominn til landsins en ekki næðist að afgreiða hann svo við gætum farið norður á honum.  Þetta leystist þannig að Jökull og Oddný komu á honum norður núna á föstudaginn og fóru í gær á Nissan og skiluðu honum til kaupanda í morgun.

Það var því fjör hér og gleði um helgina, Elísa og Anton tolla hvergi nema hér, sé frændfólk í heimsókn og þau fengu að gista á laugardagskvöldið meðan allt fullorðna fólkið fór á Vökuþorrablót.  Ég fór að vísu heim eftir mat og skemmtiatriði og hér var allt í sátt og samlyndi og Birnir litli sofnaður.  Það var notaleg stund með þeim stóru þegar ég var háttuð, þá kom Magnea og var að segja mér að besti vinur hennar hafði misst ömmu sína fyrr um kvöldið. Nokkru seinna voru þau komin næstum öll í kringum mig í rúmið og voru að rifja upp minningar sem þau áttu um missi og sorg.  Knúsuðu svo ömmu og afa góða nótt og fóru að sofa .... yndislegust.

Í gær tíndist svo fólk heim, Smári og Anton horfðu á handboltann með ömmu, síðan fór Smárinn og Anton ekki fyrr en undir kvöldmat.

Nú mallar á eldavél kjöt í kjötsúpu sem skal etin í kvöld .... og afgangur frystur, það er útilokað að við getur etið fullan pott bara tvö.........


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband