. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

19 febrúar......

 Við eigum fjörutíu ára samveruafmæli í dag hjónin ,og einhverntíman fyrir jól fórum við að spjalla um hvort okkar ætti nú að bera ábyrgð á að gera hinu afmælisdaginn eftirminnilegan. Helst var ég á því að nota spil til að draga um þetta ... þangað til að ég uppgötvaði að þennan dag bar upp á konudaginn. Úrskurðaði því ósvífnislega að hann sæti uppi með tvöfalda ábyrgð á þessum degi. Og hananú. Þessu var auðvitað ekki áfrýjað á nokkurn máta svo hann sat uppi með verkið. Byrjunin var svo að kall kom heim nýrakaður og klipptur úr vinnunni á þriðjudaginn var. Ég er venjulega búin að rífast í honum í marga daga, jafnvel vikur áður en hann dr... í klippingu, þetta er svoddan óraleið upp á næstu hæð í sama húsi og vinnan. Hann fékk prik fyrir þetta.  Á föstudagsmorgun eldsnemma keyrðum við í bæinn, hann á fund og var búinn að panta gistingu og mat á hótel Hamri í Borgarfirði í heimleiðinni í tilefni konudags og afmælis. Mér fannst þetta flott hjá honum og var bara sátt við. Ég var svo geymd hjá Önnunni minni á meðan hann var á fundi, hún hringdi reyndar í pabba sinn á leiðinni suður, ég varð hissa því hún átti að vera steinsofandi eftir næturvakt og hann gaf eitthvað lítið út á hvað eiginlega hún hefði viljað og hversvegna hún væri vakandi enn og klukkan að verða hálftíu. En þegar ég læddist inn var hún þó sofandi og Gísli hvarf fljótlega í fundastandið. Við mæðgur höfðum svo nóg að spjalla þegar hún vaknaði, ég búin að lesa öll blöð sem ég fann og sauma svolítið, já og smákríu. Síðan birtist Gísli um hálfsexleytið, of seinn að venju, með bókapoka, þrjár glæpasögur og þrjár ævisögur og gaf mér. Þegar ég vildi svo fara að komast í dekrið á Hamri leit hann upp og spurði dóttluna hvort hún geymdi ekki eitthvað fyrir sig.  Jú.. var svarið, sittu kyrr mamma. Ég hlýddi því sem og að loka augum og helst halda fyrir þau, gólaði hún framan úr herbergi elsta sonar síns. Svo heyri ég eitthvað bjástur og urr í rennilás á eldhúsborðinu sem ég sat við þangað til Gísli segir... nú máttu taka frá augunum. Sem ég geri umsvifalaust. Á borðinu fyrir framan mig var fartalva í opinni tösku með sautján tommu skjá, skype og alles. Á skjánum var risastór blómvöndur og kampavínsflaska og talan 40.
Er einhver hissa á þó hann fengi stórt knús og koss þegar ég hafði loks rænu á að standa upp.

Í dag hefur Gísli svo mest haldið sig í vinnunni, ég hér heima með Elísu og þegar Árný birtist undir kaffi fórum við öll upp á Hlíðarbraut til Maju og Sighvatar í bollukaffi ... hér verður enginn kvöldmatur.


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband