15.7.2013 | 14:55
Helgin búin .......
Og var alveg stórgóð. Á laugardeginum var matarboð þriggja Saurbæjarsystkina á Pottinum til að fagna Guðna Dagbjartssyni og fjölskyldu en þau eru á ferðalagi um landið þessa dagana. Guðni og frú búa nú í Svíþjóð, ein dóttirin í Sviss, önnur í Virginia USA og sú þriðja í Danmörku að ég held. Allar tala þær íslenskuna meir en sæmilega og virkilega gaman að hitta þau. Kvöldinu eyddum við svo með afleggjurum úti á Skagaströnd og gistum. Árný er að taka við gestgjafahlutverkinu af mér ... alltaf pláss ... matur, kaffi, spjall..... bara gaman.
Svanhildur er búin að vera fyrir norðan síðan fyrir helgi, ekki var það nema til að bæta dagana....
Er á leiðinni í letikast í stólnum mínum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2013 | 20:41
Er að feta mig í áttina......
Að deginum í dag með bloggið. Síðustu jól urðu mér erfið um margt og áramót enn verri. Því varð ég fegin að vera á leið til Tenerife 5 jan með kalli mínum. Hvíld, ákveðin fjarlægð við erfiðleikana ... og leiðindin skildi ég eftir í Leifsstöð. Þarna hef ég verið áður, ekki samt á þessu hóteli og líkað vel. Pínu erfiðleikar í byrjum, 73 tröppur að íbúðinni var meira en mér þótti gott en elskulegur fararstjóri var snögg að kippa þessu í lag og fækkaði tröppum í 3 daginn eftir komu .... fékk aðra íbúð handa okkur. Útvegaði mér svo rafskutlu á leigu og nú var fru Halla í essinu sínu. Þetta gerði mér kleift að vera úti alla daga meira og minna með Gísla, sem að venju labbaði þarna um allar trissur. Góðir dagar ... heilir14. Fljótlega eftir heimkomu espaðist enn einu sinni upp sýking í fætinum sem merin barði í haust en nú var þolinmæði mín á þrotum. Einn skammtur enn af fúkkalyfi dugði ekki til að bana þessari pöddu svo ég leitaði mér aðstoðar læknis á Borgarspítalanum .... með aðstoð góðrar vinkonu. Innan við mánuði seinna var sárið gróið.
Því fannst mér skelfingin ein að nánast í sömu vikunni og ég gat sagt með góðri samvisku að hægri fóturinn væri heill, gaf vinstra hnéð sig. Bið eftir segulómun varð næstum sex vikur, er enn að bíða eftir viðtali við bæklunarlækni og núna er ég hölt á báðum fótum. Get ekki sagt að það sé beint ástand að mínu skapi.
Einhvers staðar mitt í þessum hremmingum sat ég við eldhúsborðið mitt, Gísli á móti mér, og ég leit upp með ummælunum ... eigum við ekki að hafa íbúðaskipti við Lenu. Hún var búin að búa á neðri hæðinni hjá okkur síðan að þau Árni skildu snemma í vetur.
Því er ég núna að skrifa þetta, stödd á neðri hæðinni, við tölvuna mína sem stendur á tölvuborði sem Gísli fékk úr dánarbúi pabba síns. Erum flutt og enn að koma okkur fyrir......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2013 | 12:12
Laaangt síðan síðast ......
Enda fór öll mín tilvera á hvolf í síðastnefndum hrossaréttum. Geðill jörp meri slæmdi fæti í hliðinu og hitti svona líka snilldarlega utanvert á minn hægri fót að þar sat eftir hóffarið. Við tók rúmlega hálfs árs barátta að græða sýkinguna sem af þessu hlaust og það var ekki fyrr en eftir áramót sem ég fór að geta skipt á þessu sjálf. Sýking tók sig upp aftur og aftur ef hlé var gert á sýklalyfjaáti, nú eða þá að hella þessu í vökvaformi í æð. Ég á nokkrar misskemmtilegar minningar frá samskiptum mínum við hina ýmsustu lækna sem að þessu komu, bót í máli að heilsugæsluhjúkkurnar tvær voru yndislegar og misstu aldrei þolinmæðina á mig.
Gönguferðinni hans Gísla var aflýst og ég fór auðvitað ekki með til Tenerife, komst samt til London með stelpunum með aðstoð þeirra og hjólastóls. Ekki fórum við þó allar, Lena var á sjúkrahúsi, enn á gjörgæslu reyndar þegar við fórum. Lán að hún skyldi vera stödd á Akureyri þegar hún veiktist og við henni tók skynsamur læknir sem fór með hana beint í bráðaaðgerð. Árný tók Elísu að sér svo hún komst með. Góðir dagar með kvenfélaginu mínu. Jökull gat náttúrlega ekki falið sín kvenlegu gen og bættist í hópinn síðutu tvo dagana með Birni Snæ og Aron, var að koma frá Portúgal.
Árið endaði svo með skilnaði hjá einu barnanna minna, og erfiðleikarnir sem fygldu í kjölfarið, eru hlutir sem ég hefði alveg getað hugsað mér að vera án.
Og ekki orð um það meir.
P.S.
Nokkru eftir réttir hitti ég Ennisbóndann en hann átti þennan jarpa snilling sem rétti mér fót. Mér var tilkynnt að ég væri hér með rekin úr hliðvörslunni. Ástæðan.... þetta er hvorki fyrir öryrkja né ellilífeyrisþega að standa þarna í hliðinu.
Hann hafði verið settur í verkið eftir að ég var farin niður á heilsugæslu ... og líkaði fjandalega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2012 | 14:14
Enn er þoka...
Og útlit fyrir réttaveður ekki neitt sérstakt, en það verður nú samt réttað á sunnudaginn, geðvond og fúl hross ef verður bæði blautt og kalt.
Ég fygldi Villa Rabba til grafar í gær, umvafin börnum, barnabörnum og vinum. Og varð að horfa uppá að föður hans og stjúpu sem og flestum systkinum hans væri meinaður aðgangur að útförinni. Góður maður sá hinsvegar til þess að þau fengu þó að sjá hann og kveðja fyrir hádegið í gær.
Ég er ekki viss um að hún sofi vel allar nætur sú "ágæta" kona sem fyrir þessu stóð. Til viðbótar birti hún dánartilkynningu í mogganum í morgun og þar fer hún rangt með, hann lést jú heima hjá móðursystur sinni, en fyrir eigin hendi og skildi eftir bréf sem tók af allan vafa. Og ekki hafði hún fyrir því heldur að lofa föður hans að koma að auglýsingunni.... hvað þá systkinum hans.
Lái mér hver sem vill þó ég sé öskureið, veit vel hvaða afleiðingar ósannindi í kringum sjálfsvíg geta haft á fjölskyldur.
Fæ sjálfsagt ákúrur fyrir skrifin en mér er sama ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2012 | 10:37
Hugleiðing dagsins......
Úti er lognið mjög svo að flýta sér og í þokkabót er ausandi rigning. Afleiðing ... ég fer ekki niður í íbúð á neðri hæð með þvott, ekki út með ruslið og alls ekki með allt það sem bíður á stigaskörinni eftir næstu gestum að koma þessu út í bílskúr, ja eða Gísli taki eftir þessu og fari með út fyrir mig. Ekki hægt að þvo og hengja út .... argoghóst.
Að öllu þessu slepptu gæti alveg legið betur á mér, í síðustu viku ákvað góður vinur að nú gæti hann ekki meir og flutti sig á næsta tilverustig. Eftir stendur fólkið hans, vinir, gamlir vinnufélagar .... og spyrja sig ... hversvegna ... til hvers ... og fá engin svör.
Við erum mörg sem söknum Villa Rabba sárt.
Af okkur hjónum er samr allt hið sæmilegasta að frétta eftir flæking sumars sem er þó hvergi nærri lokið, ja nema Núpurinn verður ekki notaður mikið meira nema til að fara vestur ef veður leyfir. Ég er að fara til London 9 október, Gísli í gönguferð til Tenerife 13 okt oger ekki heima nema í viku ... farinn aftur til Tenerife með kerlu sína, systur og mág og hjónin í Enni. Það verður fjör á okkur í þrjár vikur þarna úti..... þrátt fyrir aldur og fyrri störf, ættingja og vini ......
Bloggandinn fauk við símtal, geri betur þegar skap mitt skánar og veðrið er ekki að gera mig óða ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2012 | 14:45
Loksins....
Núna er ég stödd við stofuborðið á Bakkastöðum 75, hjá Önnu og Óla. Annan er uppi á Úlfarsfelli að viðra föður sinn eftir senatoramorgunverð, Óli og Sigtryggur eru að hjálpa Sif við að flytja og þar sem við nöfnurnar töldumst ekki hæfar við göngu af þessu erfiðleikastigi, hvað þá flutninga, fórum við í búð fyrir ömmu Gellu eins og Alexander kallaði hana einu sinni. Þeir bræður komu suður með okkur í gær sem og Anna Guðbjörg, öll eru þau í föðurhúsum um helgina og afi kallin plús amman komu í stað rútunnar. Ódýrara fyrir pabbana, já og rútubílstjóri hefði líklega ekki keypt ís ofan í allt liðið í Borgarnesi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2012 | 14:23
Vandræði og kvef......
Þverúð annarra og skilningsleysi hefur oft reitt mig til reiði. Í annað sinn á nokkrum árum lendir mér saman við þjónustuaðila Símans. Núna er búð að loka tölvupóstinum mínum, netfang mitt hafði lent á milli stafs og veggjar þegar breytt var símanúmeri við flutning. Samt hafði ég sloppið við lokun meðan íbúar Efrimýra voru í þjónustu hjá Símanum, nú höfðu þau flutt sig um set og þá var skellt á mig. Þetta átti að laga í gær en nei, rétthafi símanúmersins 4524245 er hjásvæfill minn elskulegur til meir en fjörutíu ára. Ég er reyndar líka skráð fyrir símanum en í neðri línunni. Þar af leiðir, sagði engilblíð rödd í gær, þú verður að fá leyfi hjá rétthafanum. Sem betur fer var það Annan mín sem hringdi fyrir mig í gær, sökum kvefsins sem er að angra mig, í lok símtals sagði hún takk fyrir hjálpina. Það hefði ég ekki gert hefði ég verið viðræðuhæf. Hef semsagt alið hana vel upp hvað kurteisi snertir og hún er þolinmóðari en ég.
Einhventíman þegar búið var að troða á mig gsm síma sem einhver var hættur að nota og reynt var að venja mig á að nota þennan friðarspilli, ætlaði ég að kaupa mér nýja síma. Stödd í Reykjavík fór ég í verslun eina kennda við Símann og hugðist kaupa eintak og láta rukka verð hans með næsta símareikningi sem var ein leið til að borga þetta á þeim tíma. Indælið sem afgreiddi fletti upp í tölvunni sinni og spurði svo... ertu með leyfi? Þar sem ég skildi ekki spurninguna spurði ég á móti ... leyfi til hvers? Að kaupa síma og láta skrifa hann á þetta númer var svarið. Það var farið að örla á óþolinmæði hjá mér og skilningurinn var mættur..... ég er skráð fyrir þessu númeri svaraði ég frekar grimmdarlega og ef ég þarf að gefa sjálfri mér leyfi skriflega til að gera þetta, þá er eitthvað skrýtið á ferðinni. Indælið fletti aftur og meira ... já en Gísli Grímsson er skráður fyrst fyrir símanum og svo þú. Eftir að hafa sagt indælinu hvaða skoðun ég hefði á þessum reglum, skellti ég símanum niður á borðið, fast nokkuð og sagði hann best geymdan þar sem sólin ekki skini og páfinn færi ekki á skauta ...... símann sko, ekki strákfíflið. Verklag hafði semsé ekkert breyst þarna síðan fyrir svosem tíu árum síðan.
Árný mín var með mér og var löngu flúin fram úr búðinni og gamla símann notaði ég bara lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2012 | 08:53
Laugardagur í borg syndanna
Það var saumaklúbbur hjá mér í gærkvöldi og gaman að venju þó ég færi snemma heim ...... einhver kvefpest að angra mig. Heyrði í Gísla og Jökli sem var að leggja af stað suður með systur sína Árnýju til þess að gæta þess að hann sofnaði ekki undir stýri. Hún ætlaði semsé að keyra fyrir hann. Þau koma hérna í dag, hér verður kaffi í boði sex ára dömunnar fyri það sem næst í af fjölskyldunni og hefur tíma til að koma. Svo þarf að pakka niður fyrir Kristján Atla, hann er að fara til Danmerkur í nótt til að skoða skóla.
Hér er fólk að vakna hvert á fætur öðru, best að hætta og taka þátt í deginum með hinum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2012 | 17:56
Aftur kominn sunnudagur......
Og ég búin að fara vestur á Þingeyri og Ísafjörð, frá kirkjunni þar var Marý jarðsungin á föstudaginn en jarðsett var á Mýrum í Dýrafirði. Hún kom í fjörðinn um tvítugt og bjó þar þangað til þau fluttu á elliheimili á Ísafirði fyrir fimm árum. Stýrði stóru heimili, sex börn og hafði iðulega einhver til viðbótar í sveit, vann utan heimilis, mest við matseld enda var hún afburðakokkur og ekki síðri bakari.
Hennar stóri afkomendahópur, eiginmaður til tuga ára vinir og vandamenn þökkuðu samfygldina og fygldu henni síðasta spölinn ...og sakna hennar nú.
Það sést heim í Hjarðardal úr garðinum á Mýrum.
Vala og Gummi sem og Valli bróðir með sína fjölskyldu urðu aðeins á undan okkur Gísla vestur á fimmtudeginum. Þau biðu með grillmat, mamma og pabbi ofan í herinn um kvöldið og við nutum þess að eiga með þeim kvöldið. Jón birtist svo undir morgun á föstudeginum með steinsofandi Helga Fannar með sér. Hann ( Helgi) sá svo um að skemmta þeim vistmönnum sem og starfsfólki Tjarnar, meðan afi hans og amma plús annað frændfólk fór að jarðarför. Eg nýtti mér svo aldursmun og skikkaði Jón til að taka mig með norður, þar fékk ég aukasólarhring, því Gísli fór beint norður og heim eftir kaffidrykkju á Ísafirði. Ég svaf vært og vel þótt hann væri farinn, í herberginu sem amma mín Magðalena, bjó síðustu árin sín, hef gist þar áður og skil ekkert í að mig skuli ekki dreyma hana. Jón Tryggvi átti svo afmæli í gær, við vorum að tínast inn til mömmu og pabba framundir ellefu og mamma að venju með mestar áhyggju af því að koma í okkur mat áður en við leggðum af stað heim. Hún hefði þó mátt vita að þær áhyggjur væru óþarfar, þegar pabbi var farinn að tína fram ýmisskonar nammi ofan á brauð, reykta rúllupylsu, heimagert marmelaði, reyktan rauðmaga, og lúðu plús ýsu sem hann lumaði á úr reyk, vorum við Jón snögg að finna rúgbrauð og matbrauð til að rista og hófumst handa, já og fengum aðstoð. Jón missti reyndar marmilaði sneiðina sína, hún hvarf ofan í mig meðan hann sneri sér undan, var eitthvað að erta mig og þetta var hegningin..... skammaði hann meira að segja fyrir að rista ekki sneiðina. Það er svo óralangt síðan við höfðum hagað okkur illa við matarborð hjá mömmu að mann mátti til með að rifja þetta upp, verst að Valli skyldi ekki vera kominn. Þegar allir voru búnir að troða sig út af brauði með nammi ofan á, dró mamma fram stóra skál með aðalbláberjum og rjóma ... skil ekki hvernig við fórum að því að klára úr skálinni líka.
Eitthvað tautaði pabbi um að líklega hefðum við engu gleymt.
Hingað heim skilaði Jón mér svo um kvöldmatartíma í gær, Helgi svaf drjúgan hluta leiðar, þannig við systkinin gátum spjallað margt saman á leiðinni og hefðum þurft að eiga svona spjallstund fyrir löngu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2012 | 09:30
Sunnudagur....
Og sólskin úti en sennilega kalt. Hér er morgunleti í gangi, Anna Guðbjörg var hér í nótt og núna kúrir hún við morgunsjónvarpið, vandlega vafin innan í teppið hans langafa. Yndislegt að sjá. Gísli farinn í vinnuna, það eru allir dagar jafnir núna á hans dagatali svo fremi að ég dragi hann ekki frá skrifborðinu í eitthvað sem ég heimta að hann geri., en sem betur fer styttist í þessu fja.... skattadæmi hjá þeim.
Frétti í gærkvöldi af fúlum tengdasyni og þá líklega líka syninum á leið heim úr róðri, þeim líkar illa við full net af þara og rusli í stað grásleppunnar sem á að vera í netunum, ætli dagurinn fari þá ekki í að hreinsa netin.
Hér verða bara rólegheit í dag og gestir í kjötsúpu við kvöldmatarborðið, Anna Guðbjörg valdi hvað yrði í matinn, yndið hennar ömmu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007