22.12.2008 | 22:38
Túkallarnir.....
Alveg sjálfsagt, Lena mín að setja hér inn uppskriftina að þessum ágætu kökum.
4 egg og 250 grömm sykurs þeytist saman þar til er orðið að ljósri froðu. Saman við hana setjist síðan sossum hundrað grömm af rifnu súkkulaði, 50 grömm hveiti, 30 grömm kartöflumjöl og 250 grömm af kókosmjöli, hrærist allt saman frekar gætilega. Sett í litla toppa á bökunarplötu ( ekki gleyma að setja bökunarpappír á milli) og bakist við 200 gráðu hita þar til topparnir eru orðnir fallega ljósbrúnir á lit.
Þeim til upplýsingar sem furða sig á nafninu á kökunum ..... Kiddi bróðir gaf þeim þetta nafn þegar hann var búinn að reikna vísindalega út að hver kaka kostaði túkall ... það árið. Vel að merkja ..... það eru tæp 50 ár síða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 16:53
Afmælisdagur......
Jóla Fjólan mín, Til hamingju með afmælisdaginn þinn, nú ertu komin á undan Völu aftur. Guð gefi ykkur góð jól, ljúfan mín, þó ég efi ekki að þau verði erfið líka, án Gullrassins þíns í fyrsta sinn.
Hér sígur allt áfram í átt að jólum, Jökull var hér í nótt og var að sækja syni sína, nú verða fjörug jólin á Bergveginum með allan herinn. Og grautur í hádeginu hjá þeim systkinunum er hjá Jökli og Oddnýju þetta árið. Gaman að þau skuli flytja þennan sið með sér að borða jólagrautinn saman, hér koma allir sem næst til af börnunum, já og ýmsir fleiri...
Þetta eru svona áfangskrif, nú er farið að halla af degi, og ég er búin að fara út á Skagaströnd til foreldranna sem ég á þar, koma við í kirkjugarðinum hjá afa og ömmu og nú er ég að baka fleiri túkalla, eitthvað af þeim sem ég bakaði í gær voru etnir af heimilisfólki og gestum í gærkvöldi og ein dósin flutti í Keflavíkina með Jökli, hann fullyrti að kona hans hefði ekki bakað téðar kökur......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2008 | 16:53
ég má til......
Af gefni tilefni er ég ekki fylgjandi því að einkapóstur sé settur á netið en nú ætla ég að víkja frá þeirri reglu minni og tilefnið er jólaísinn minn. Hann var búinn til eitt kvöldið fyrr í vikunni og þegar við Gísli vorum að testa hvort að þetta væri nú neysluhæft...... hringir Annan okkar. Hún heyrði að sjálfsögðu að pabbi væri að smjatta á einhverju meðan hann var að tala og bað hann um að sjá til þess að ég sendi uppskriftina. Þar fór í verra, þessi er nefnilega bara til í kolli mínum. Morguninn eftir setti ég eftirfarandi á blað og sendi suður yfir heiði... rafrænt.
Ég lofaði að reyna.......
Fyrst setur mann fjögur sæmileg egg (ósoðin og án skurns)og hálfan bolla af
sykri í hrærivélarskál og þeytir í froðu. Hreinsar þetta í stóra skál og
þeytir einn líter af rjóma ...í hrærivélarskálinni...þarf ekki að þvo á milli.
Setur saman við eggjafroðuna. Út í sull þetta setjist síðan vel brytjað stykki af
toblerone súkkulaði nú eða hvað það súkkulaði sem væntanlegur neytandi kýs ..
plús sykur sem búið er að bræða og hálfbrenna á pönnu og breyta þar með í
hálfgerðan brjóstsykur. Þennan stökkbreytta sykur þarf að mylja smátt áður
en blandað er saman við rjóma/eggja sullið. Sett í þar til ætlað ílát og
fryst fyrir át. Og passa síðan að Óli éti þetta ekki einn ......
kveðja mamma
Ég fékk svar......
Þakka þér kærlega fyrir kæra mamma :) EN Óla leikur forvitni á að vita nokkur
atriði nánar varðandi ís þennan. Í fyrsta lagi er miðað við sæmileg
Efri-Mýarar egg eða bara lífrænt ræktuð egg (frá hamingjusömum hænum sem skíta
á gólfið og ganga svo ofaníðí) ? Í öðru lagi hálfan bolla; er þá verið að vísa
í mávastellsbolla eða tröllastellsbolla ? Í þriðja lagi, varðandi froðuna, er
þá verið að miða við baðfroðu eða slef froðu ? Í fjórða lagi, því þarf ekki
að þvo skálina á milli ? er ekki hreinlæti undirstaða alls lífs ?
Að lokum hvers vegna í veröldinni má Óli minn ekki borða þetta ALEINN ?
Bestu kveðjur
þín dóttir Anna
PS. Með von um skjót og skýr svör :):):):)
Ójá þau voru til reiðu....
Sko, í fyrsta lagi....Efrimyraeggin eru audda best, þessi með hamingjusama
skítinn að utanverðu gætu innihaldið óhollustu.Spurning 2 bara venjulegan
bolla takk. Nr 3 hér er átt við froðu það er myndast við að hræra saman egg og
sykur..og í fjórða lagi þú er að nota eggja/sykurfroðuna í sama verkinu og það
er vont að þeyta rjóma í nýþveginni og heitri skál .Og ástæðan fyrir því
að Óli má ekki eta þetta einn....hann fær drullu.... mikla.
PS... gæti ykkur hin ekki langað í ís líka....Mamma.
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 13:24
Hefði átt að bíða....
Þar til dagur var úti, nú er það annar í mottu. Ég reyndi að ljúka þessu í gær og tókst svosem. En við að ætla að strauja snilld þessa í lokin, sat straujárnið fast á bakstykkinu og bræddi þar gat, lítið að vísu. Ergo, straujárnið ónýtt, mottan skemmd...á röngunni og til að toppa daginn er úrið mitt ennþá korter gengin í níu....... síðan í gærmorgun.
Ég tók mjög svo ábyrga ákvörðun um að hafast ekkert stórtækt að í dag.... um leið og ég opnaði augun í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2008 | 14:04
Looooksins........
Kemst í verk að blogga. Ekki er þó alfarið leti af minni hálfu um að kenna, við það að rafmagn fór af bænum á fimmtudagsmorgun síðasta, þá dó talvan mín. Steindó. Hún var að vísu vakin upp þann sama dag en þverneitaði að tengjast netinu.... þar til í gærmorgun að setið var og fiktað þar til ófétið gengdi. Og hangir enn .... 7-9-13.
Hrakfarir minar í morgun fara ekki um með einteyming, ónei. Ég var að glíma við jólatrésmottuna hennar Lenu á gólfinu niður í saumaherbergi, þessa ágætu mottu skyldi setja upp fyrir jól. Mér gengur margt betur en að vera lengi á hnjánum svo ég gafst upp við að setja títuprjóna til að festa saman bak og mottu. Seildist í stól til að rísa upp, en við það hvolfdi ég úr títuprjónadósinni ..... og stakk mig á nokkrum þeirra við að færa mig til á hnjánum. Síðan tók ég til við að ná þessum ófögnuði saman aftur og upp í dósina. Næsta tilraun var gerð á eldhúsborðinu, mikð betri vinnuaðstaða og pláss. Hver títarinn á fætur öðrum festi saman bak og framhlið og verkinu að verða lokið, þegar ég þurfti að færa aðeins stykkið til á borðinu og...... dósin í gólfið.
Ég er í kaffipásu og dósin fræga er á miðri mottunni..... LOKUÐ. Með innihaldið þar sem það á að vera, undir lokinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2008 | 09:52
Komin heim.....
Eftir viðburðaríka helgi, kerti og kaffibolli í seilingarfjarlægð, söngvar um lífið í flutningi Rúna Júl á spilaranum, snjóar í logni úti ..... er hægt að biðja um meira.......
Ég er þó á lífi ..... ekki Rúnar, hann lést að morgni föstudagsins síðasta, eftir að hafa fyglt úr hlaði á tónleikum söngvasafninu sínu ... Söngvar um lífið. Núna er hann að syngja ... gott er að gefa gaman að þiggja, það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig..... ég þarf að ná í vasaklút.
Og byrja upp á nýtt, takk fyrir mig , Rúnar, og friður fylgi þér, hvert sem þú ferð og hvar sem þú ert... ég er enn að hlusta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 10:48
Hélt .....
![]() |
Davíð ber fyrir sig bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2008 | 10:04
Úps.........
Þessi dagur byrjaði ekki gæfulega, hjásvæfill minn elskulegur hafði gleymt að stilla vekjarann, ja nema þann sem alla daga hringir á sama tíma fram í eldhúsglugga og ekki er hægt að finna út hvernig slökkva skal á þessum andsk...... en þar sem enginn sefur í eldhúsinu dugar ekki að treysta á eintak þetta til vöknunar. Læt duga að upplýsa hér að þetta eru ekki bestu dagar Gísla þegar hann sefur yfir sig. Hann gleypti jú í sig morgunfóður eitthvað en mogginn er ólesinn þrátt fyrir að fara upp í miðjan stiga, hvernig svo sem það er hægt, Hrefna kemst örugglega ekki öll í gegn um bréfalúguna.... enda myndi hún þá færa okkur blaðið í rúmið. Ég millilenti aðeins við saumavélina við að álpast til að setja í þvottavél, þar fann Vala mig þegar hún kom við í morgunkaffi. Hún var nýfarin út .... þá birtist á tröppunni Þorgrímur smiður.... nú mundi hann allt í einu eftir að það var eftir að gera við rakaskemmdir í bílskúrnum öðrum, þetta sem átti að gera um leið og skipt var um gler þar í sumar. Ég niður í skúr, með eiginmanninn í kjölfarinu til að gera vinnufært fyrir smiðina. Núna lítur skúrinn minn út eins og hent hefði verið þar inn handsprengju, ástandið var nú ekki gott fyrir en versnaði til muna. Það verður verkefni ársins 2009 að gera ratljóst þarna um dótið mitt.
Hvíld þar til að þarf að fóðra í hádeginu.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2008 | 14:08
Komin helgi.....
Enn einu sinni og nú er orðið löglegt að hengja upp jólatrallið eins og hún Solla mín segir gjarnan. Enda er ég búin að vera að tína saman sitthvað til skreytinga í morgun, þvo jólagardínur í eldhúsið, útsaumaðar að sjálfsögðu, finna eitthvað af ljósaskrauti í gluggana........ ég tók þetta nefnilega ekki sjálf niður í lok síðustu jóla og er því ekki alveg með á hreinu hvar hlutirnir eru. En það er bara gott að þurfa að leita, ég tek þá til í viðkomandi skápum í leiðinni, pollýanna sko.
Úti er orðið hið skásta veður nema það er kalt ...... og alhvítt eftir tveggja daga snjókomu. Maja kom aðeins í morgun, með Guðjón litla með sér, vel pakkaðan í bílstólnum, leist ekkert á göngufæri fyrir vagninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 21:30
Mergurinn málsins......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007