22.11.2008 | 08:50
Eitthvað klikkaði......
Ég hafði það fyrir pásuhlutverk að blogga á þriðjudaginn, en við glímu okkar Árnýjar við prentarann (aðallega hennar) þá fauk færslan mín út í buskann og er þar enn á flögri. Þetta hefur líklega ekki verið nógu gott hjá mér. Síðan hef ég bara slitið gólfum og dýnu, Sifin mín góð, ekki tökkunum á lyklaborðinu mínu fyrr en núna.
Það er ekki laust við að ég sakni margra félaganna úr grasinu, þau sem stóðu við í litla setkróknum á móti þvottaherberginu voru ansi góður hópur. Margar sátum við með prjóna, heklunál nú eða þá útsaum, kallarnir héldu við kaffinu á könnunni, já og keyptu stundum súkkulaði með því, það var stundum þjarkað um ástand okkar íslendinga þessa dagana, farið með misgóðar vísur..... það var oft gaman þarna. Ekki má ég gleyma þeim sem sátu oftast við matborðið með mér, hún Helga mín úr Hafnarfirðinum, Hrafn og Guðríður frá Ísafirði. Og áður en þau þrjú komu voru það snillingarnir Sverrir og Lovísa frá Höfn í Hornafirði. Öllu þessu góða fólki var yndislegt að kynnast og spjalla við.
Nú er komin helgi, síðan í gær hafa þau glímt við pappíra föður sins, Gísli og systur hans, yfir það allt var eftir að fara og leysa úr hvað við skyldi gera. Þetta hefur gengið þrautalaust ........ hingað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 08:58
Ójá, ég er komin heim......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2008 | 16:40
Ekki á morgun, heldur hinn........
Fer ég heim, nokkrum kílóum léttari en ég kom, að ég nú ekki tali um sálarskarnið, þar er mun betra ástand en við komuna hingað í "grasið". Hér eru rólegheit hin mestu um helgar, engin bið eftir göngubrettinu né fjöldasamkoma í sundinu og matsalurinn er eins og eyðimörk.....
Var að fylgjast með útsendingu á stöð 2 frá Austurvelli, ríkissjónvarpið sá ekki ástæðu til að lofa fólki að fylgjast með og nú er ég í hamóð að melta það sem Andri Snær Magnason sagði í sinni ræðu um framkomu ráðamanna okkar, þar var margt athyglisvert.
Þar á meðal var .... þú þekkir ekki neinn til fulls fyrr en þú hefur þurft að deila með honum arfi....mikið innilega er ég sammála manninum.
Vinkonu minni góðri til uppfræðslu, þegar ég nefndi stóru systu hér í bloggfærslu, þá átti ég við Sigrúnu, elstu systur Gísla.
En dætur mínar norðan heiða, allar þrjár... eða sex eftir atvikum.... mamma er á leiðinni heim á mánudaginn næsta..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2008 | 16:24
Liðin helgin......
Og Annan mín er orðin 35 ára ....... til hamingju með daginn, Anna mín. Ég eyddi helginni með kalli mínum og tveim barnabörnum í sumarbústað hérna í Ölfusborgum og fannst það notalegt ef frá er talinn mikill hávaði og söngur úr næsta húsi seinni nóttina. Höllu Kötu fannst þetta líka fúlt og vaknaði svo illa að á endanum færði afinn sig í hennar koju og sú stutta fyrir ofan ömmu sína. Þegar ég var svo skilin eftir hér í gær, mótmælti hún hástöfum og heimtaði að amma kæmi með, afinn sagði að mótmælin hefðu verið í háværasta lagi og staðið langleiðina upp Kambana.
Nú er farið að síga á seinnipartinn af dvölinni hér, var að færa mig um herbergi í dag og er bara sátt með. Sáttust þó að hafa heyrt í stóru sys í gærkvöldi og Gísla og rætt við þau sitthvað sem ég ætlaði að læsa hér inni ........ takk bæði tvö.
Bloggar | Breytt 26.12.2008 kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2008 | 17:43
Ekki dauð.. bara nóg að gera......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.10.2008 | 10:29
Úps...... hann kvartaði.....
Og segist ekki vera stríðinn. Jæja ertinn þá, hann á það allavega til. Byrjunin var að á laugardagsmorgninum þegar við vorum á leið í morgunmat, hafði ég orð á því að mig langaði til að sjá næluna sem Hendrikka Waage hannaði fyrir krabbameinsfélagið, ef nælan væri til í litlu versluninni í anddyrinu. Nei hún var ekki til þar og ekkert eftir þessa ágætu konu. Hinsvegar var til íslenskt skart sem ég fer að skoða og festi augun á geysifallegum hring sem ég bað um að fá að handleika. Það fékkst og mér fannst þetta hinn flottasti gripur. Þakkaði svo fyrir og rétti afgreiðslukonunni aftur og var þar með farin í morgunverð. Síðan tók við athugun á innihaldi í þvottavél Önnunnar minnar,heimsókn í Fellahvarfið til Ellu Boggu, göngutúr niður í bæ og á Skólavörðustíginn að athuga með kjötsúpusmakk ( Gísli segir að mín sé betri ) komum við á Jómfrúnni og fengum okkur danskt smurbrauð og bjór og löbbuðum svo heim á hótel. Ég var búin að sjá bros á manni mínum af og til sem eiginlega breyttist í smástríðnisbros, ég má ekki segjaglott.... svona af og til. Þegar við vorum svo sest til borðs í kvöldmat var ég orðin alveg viss um að nú hefði hann samið við þjónana að stríða mér eitthvað og í miðjum aðalrétti var mér allri lokið...... ég stend upp og er farin upp á herbergi ... segi ég við hann, ef þú ferð ekki að segja mér hvað þú ert að prakkarast. Það stóð ekki á svari... hvernig ætlar þú að fara að því, Grillið er uppi á áttundu og við erum á sjöttu hæð..... en svo stakk þessi elska hægri hendi í jakkavasa sinn og dró upp lítið box sem hann rétti mér. Ég saup hveljur þegar ég opnaði boxið og við mér blasti hringurinn sem ég hafði verið að skoða um morguninn.
Ég er enn hissa, já og Gísli.... hringurinn er ennþá fallegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2008 | 11:10
27okt .......
Nýliðin helgi, hvernig gengur, er gaman ...... hvar á ég að byrja eiginlega. Já það er oftast gaman hérna og sé leiðinlegt gerir engin neitt í því fyrir mig, ég verð bara að gera það sjálf. Fínt. Mér gengur vel við að rækta sjálfa mig, betur en ég þorði að vona. Líka fínt.
Og þá er það helgin, Gísli hóf hana reyndar um kaffleytið á fimmtudag, það spáði svo andstyggilega að hann lagði af stað suður, aldeilis harðákveðinn í að veðrið hefði ekki af okkur hjónum dekurhelgi á hótel Sögu ....... í tilefni þess að við áttum 35 ára hjúskaparafmæli fyrsta vetrardag, 25 október. Þeir sem þekkja okkur hjónin vita að þetta er margfaldur hamingjudagur hjá Saurbæjarfjölskyldunni. Við skruppum í Keflavíkina til Jökuls og Oddnýjar á föstudeginum, komum þaðan nýklippt og snyrt ( ekki veitti af) og svo var það Sagan. Dekur út í eitt, sofið út, þríréttaður málsverður í Grillinu á laugardagskvöldið reyndist vera sex réttir ....... þetta var bara æði.
Frásögn af stríðni Gísla við blásaklausa eiginkonu sína til 35 ára, undir maraþon málsverðinum verður að bíða aðeins annars verð ég of sein í sjúkraþjálfun......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 10:21
21 okt.....
Vöknuð snemma í morgun og dagur ekki runninn á loft þegar ég leit út. Svo ég skreið upp í aftur og lofaði huganum að reika og ákvað að kveðja Fylki á þann hátt, hugsa til baka allar góðu stundirnar sem ég átti í félagsskap hans, glaðan og háværan hlátur, þangað til krabbameinið skemmdi rödd hans, þá lækkaði aðeins í honum, stórt og hlýtt fang ..... Fylki fygldi alltaf mikil gleði og oftast var hann í forystu á einhvern hátt. Svona "forystusauður" sem stofnaði fýlupúkafélag innan bókarahópsins og það voru öfugmæli , því fáir hlógu meira og göntuðust en þeir fýlupúkafélagar.
En nú er hann kominn yfir í annan heim, þar voru fyrir vinir og félagar sem eflaust hafa tekið vel á móti honum, við sem horfum á eftir söknum hans sárt, og biðjum fyrir Láru hans og fjölskyldu sem nú syrgja hann sárt og sakna.
Guð fylgi þér gamli vinur, hér eftir sem hingað til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2008 | 11:29
Loooooksins......
Komin inn á bloggið aftur, er reyndar ekki í minni tölvu sem þó skilaði sér til mín á fimmtudagskvöldið seint.... með þeim Lenu og Gísla sem voru á leiðinni á haustráðstefnu bókara sem var haldin á hótel Heklu, austur á Skeiðum. Ég "grasaðist" að sjálfsögðu líka á föstudeginum en þá sótti Gísli mig og ég fór með þeim í kvöldmat og gisti svo. Þarna var svo þónokkuð af fólki sem ég þekkti, gaman að spjalla og borða góðan mat. Ég stóð upp meðan á borðhaldi stóð og minntist Fylkis sem við söknum öll úr þessum hópi, nú og framvegis er sætið hans autt í þessum hópi.
Hér heim var ég svo komin um kvöldmat í gær, eftir að hafa farið í stórskemmtilega makaferð, týnt símanum mínum, peysu og skóm, munað eftir afmæli sonarins og keypt handa honum afmælisgjöf, verst að geta ekki séð framan í hann þegar hann sér gjöfina......
PS...... það sem ég týndi fannst aftur og tafði að sjálfsögðu heimferð hjásvæfils míns og dóttur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 09:14
Ég er orðlaus.......
Eða svona næstum því, frekar ólíkt mér að vera svo illa stödd að geta ekki tjáð mig..... þetta er að koma.
En ég hef ekki haft orku til að tjá mig undanfarna daga hér inni, enda hefur hellst yfir mann kvíði um leið og maður opnar augun að morgni.... hver fjandinn gerðist í nótt? Nú .... það er enginn banki eftir til að setja á hausinn, jú annars, seðlabankinn, en ..... þar ræður Davíð og engum dettur í hug að hrófla við honum enda sagði "alfaðir" Geir H. í gær að hann bæri fullt traust til Davíðs..... engan skyldi undra, eða hvað?
Ekki var þó svo gott að morguninn væri tíðindalaus, tölvupósturinn frá Jóhönnu Eyjólfs tjáði Gísla að Fylkir Ágústsson hefði látist í gær. Gamall og góður vinur sem við kynntumst í JC hreyfingunni og hefur nú síðustu árin rekið bókhaldsstofu eins og Gísli og við áttum von á að hitta hann á námskeiði eftir slétta viku. Nú verður sætið hans autt og röddin þögnuð, friður fylgi þér, gamli vinur.
Við erum að leggja af stað vestur til pabba og mömmu núna seinnipartinn þegar Gísli er búinn að vinna, stoppa þar um helgina og svo er það næst í stöðunni að koma sér suður í " grasið " á mánudeginum, er búin svona nánast að pakka niður, það sem gleymist sendir Árný mér með pabba sínum þegar hann kemur suður á námskeiðið. Allavega tölvuna mína sem er núna að notast í Háskólanum á Akureyri, Lena er í skólanum núna í tvo daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007