18.2.2010 | 10:03
Öskudagur að baki......
Og bræður hans líka ...bolludagur og sprengidagur. Mér tókst sæmilega að komast af með bolludaginn, bakarinn minn litli kom ekkert til mín núna til að gera bollur með ömmu. En það komu litlir gestir á föstudaginn og fóru í mótmælastöðu með ömmunni upp við sjúkrahús og síðan voru keyptar bollur í leiðinni heim og etnar með bestu lyst barnanna, Lena kom við og stýrði umferð við borðið, amman var næstum sprungin eftir labb dagsins sem hafði verið með meira móti. Engar bollur um helgina og síðan máttu möppudýrin mín bara una því að fá ófylltar bollur úr búðinni og gera sjálf ..... ég fór í föndur og þurfti bara að hafa fyrir því að borða ekki of mikið. Og tókst það.
Verra var með sprengidaginn, baunir og saltkjöt er með því besta sem ég smakka. Og því miður er þetta indæla fóður komið á bannlista hjá mér. Var hjá lækni norður á Akureyri fyrir helgina, hann er að reyna að koma böndum á illa hegðun blóðþrýstings hjá mér, indæli þetta þurfti endilega að minna mig á að salt færi alveg afleitlega í mig... eins og það væru nú fréttir í mín eyru ? Ég sagði honum einbeitt að sprengidagur væri bara einu sinni á ári og lofaði að borða af skynsemi. ÖÖÖ.... skynsemi =matur og ég .... þetta er ekki jafna sem gengur upp ... oftast. En núna hélt þetta. Hefði hinsvegar átt að sleppa því að hjálpa möppugenginu við afganginn í hádeginu í gær. Meðan sú hjálpsemi stóð yfir voru þau að kvíða fyrir hvort yrði vinnufriður eftir hádegið fyrir syngjandi skrímslum af ýmsum stærðum. Ég minnti þau á að undanfarin ár hefði ég fengið að sjá um þetta og þau auðvitað stukku á hjálpina. Amman fór því með handavinnu út vel fyrir klukkan eitt, settist þar í stól einn ágætan sem þar er geymdur, þetta er ábygglega eina bókhaldsstofan á landinu sem skartar lazyboy stól.... og bjó sig undir heimsóknir dagsins. Þær fóru yfir hundrað, Lena hafði keypt súkkulaðiegg sem voru bara í venjulegum sex stykkja boxum og þau hurfu öll og gott betur. Ég skemmti mér við að svara þeim sem spurðu hvernig egg þetta væru að þetta væru bara venjuleg hænuegg. Í einum hópnum sen fékk þessa skýringu heyrðist með tortryggni og glettni í röddinni..... við hvenig hænur varstu nú að eiga? Glöggur drengur Atli, Hafdísar og Einarsson.
Undir þrjú var farið að fjara út, þá kom í dyrnar Syðrahólsbóndinn með börn sín meðferðis. Maggi koma fyrstur inn um dyrnar og ég var snögg að spyrja hann hvort hann ætlaði ekki að syngja fyrir mig ... hann sagðist ekki ætla að gera okkur þann óskunda að hefja upp raust sína, börnin mættu syngja ef þau vildu. Þau sungu nú reyndar ekki en komu til min og fengu nammi og fygldust svo með því sem ég var að gera og Björn Elvar var snöggur að sjá að svona kynni Inga amma líka að gera og fannst sniðugt að hún væri að hjálpa mér að læra þetta.
En hápunktur dagsins var þó fyrir hádegi í gær..... ég fór í bíó ... einkasýningu með bíóeigandanum og mömmu hennar. Inga Maja var að fara í 20 vikna sónar og bauð mér með þeim mæðgum. Þetta hef ég aldrei séð fyrri, þrátt fyrir að eiga á annan tug barnabarna og hvað það var gaman. Þarna sparkaði og brölti krílið, ullaði og steytti hnefa ...... Majan mín góð, þig grunar ekki hve stóra gjöf þú gafst mér í gær.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Hahahaha gott hjá Ingu ömmu að "kenna" þér líka ;)
Ekki vissi ég að Inga Maja væri bomm......hvenær er von á krílinu ?
Gerða (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 09:38
Samkvæmt spekingum í lok júní...... Guðjón Freyr lét nú bíða eftir sér í hálfan mánuð........
., 19.2.2010 kl. 19:52
Ég fékk afar staðbundið baunasúpusaltketsvesen þetta árið. Fékk bjúg á fætur sem urðu til þess að ég fékk sár á tána í ræktinni, á brettinu.
Þetta hefur nú hjaðnað og er allt á réttri leið
Til hamingju með að hafa fengið að kíkja í kúluna :)
Ragnheiður , 20.2.2010 kl. 16:24
Sæl Halla og takk fyrir minningarsögurnar þínar þær eru svo fallegar, en að öðru hefur þú heyrt bróður minn syngja, hann er nú frekar laglaus blessaður sennilega ekki æft sig nó á dráttavélini þegar enginn heyrir til
kveðja Anna L
Anna Lilja (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.