8.4.2010 | 09:16
Hinsta kveðjan, hjartans þakkir.......
Í gær var mamman mín, Soffía Lárusdóttir kistulögð í kapellunni hér á sjúkrahúsinu, falleg stund og hlýleg undir handleiðslu Úrsúlu prests. Síðan fygldum við kistunni allur hennar stóri hópur í kirkjuna á Hólanesinu, en þaðan verður hún jarðsungin klukkan tvö í dag.
Þau buðu í kvöldmat í Skeifunni systkinin, þegar búið var að koma kistunni fyrir og það var yndislegt að setjast niður í stofunni, borða hangikjöt og spjalla. Aldrei var mamma ánægðari en þegar sem flestir af ungunum hennar voru við matarborð hjá henni, borðandi á sig gat.
Ég á henni svo ótalmargt að þakka frá liðnum árum, umhyggjuna og ástúðina fyrir mér og mínum, ótaldar stundir, ýmist við hennar eldhúsborð eða mitt, og ekki síst kvöldin sem ég átti með henni eftir að hún veiktist og var svo dögum eða vikum skipti hér á sjúkrahúsinu. Nú birtast mér þessar stundir sem perlur á festi og hlýja mér um hjartað og minna mig á að besta líkamsrækt í heimi er sú að létta byrðar náunga síns. Þá líkamsrækt stundaði mamma alla sína ævi... óslitið.
Nú er best að þurrka af sér tárin, kveikja á kerti við myndina hennar hérna frammi .... og halda áfram að vera til. Og reyna að muna eftir öllu því góða sem hún kenndi mér ....... þó svo ég viti að ég kem til með að hrasa og stíga skakkt, sporin sem hún fór bein.
Ég veit að hinu megin hefur hún átt góða heimkomu.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Elsku Halla, knús til þín og þinna!
Sif (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.