. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Síðasti......

Dagur vetrar og Jón Tryggvi litli bróðir minn á afmæli í dag ... 46 ára ef ég man rétt.   Á morgun er það Ella Bogga, mín yndislega vinkona sem á afmæli og unginn minn hún Árný á föstudaginn. Innileg hamingjuósk til ykkar allra héðan úr húsi.

Það er ekki svo gott að hér sé sumarlegt um að litast utan dyra, það snjóaði látlaust í gær frekar blautum og óyndislegum snjó sem allstaðar er manni til ama og leiðinda. Kemst ekki á inniskónum yfir til Árnýjar, hvað þá út í bílskúr ... eins og óféti það þarfnast þó vopnaðrar heimsóknar.  Ennþá eftir að þrifa eftir smiðinn Gumma, þarna sagaði hann flísar og fleira sem notað var við að gera upp baðherbergið á neðri hæðinni. En einhverntíman fer þetta hvíta óféti af planinu og þá verður hægt að henda þarna út, ryksuga... gera hreint.. skúra .... og henda einhverju af draslinu sem enginn vill nýta.

En það kemur samt sumar á morgun og ég vildi svo innilega að færi að létta til í öllu því sem angar mig og gerir mér erfiðan svefn og áhyggjur daga flesta.  Verst að í kolli mínum þýðir ekki að beita ryksugu né blautri tusku ...en það hlýtur að birta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar Halla mín, það birtir öll él upp um síðir þetta er spurning um jákvæðni, þolinmæði ( og og kannski fá systur mína til að pína þig smá)  Vona að þú og þínir eigi gott og gleðilegt sumar í vændum.

kv. Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 09:54

2 identicon

Elsku Halla...

einhver bankamörgæsin söng um árið: "í kolli mínum geymi ég gullið.."  Það á eiginlega við um þig líka, í þínum kolli er fullt af gulli og gersemum. Það sem þú þarft að gera er að róta í þessu skríni og skrifa upp það sem þú sérð.  Það veitir manni gleði að rifja upp góða hluti... OG það veitir okkur hinum ómælda ánægju að lesa skrifin þín !!

Mér þykir ofsa vænt um þig !!!  Hafðu það eins gott og þú mögulega getur !!!!  Knús til þín og þinna :)

Sif (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband