. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Blogga...... jájá........

Eitthvað hafa fínu áformin hlaupið út um þúfur síðustu daga en nú er stund og tími.  Á spilaranum eru Monika og Páll Óskar, það er að segja diskurinn þeirra svo að ljúfir tónar berast um íbúðina.  Vaknaði við að Gísli var kominn á fætur og spurði hvort ég ætlaði ekki að koma með í salinn ...... klukkan var bara korter yfir sex en ég harkaði af mér og hypjaði mig í fötin, það er of kalt til að rölta þetta á náttfötunum ... fyrir svo utan athyglina sem ég vekti þannig klædd.  Eftir að heim kom var það svo fyrsta verk að fóðrast, svo að lesa moggann.  Þar á eftir fygldu morgunverk, troða í þvottavél, taka af rúminu og setja sængur og kodda út á svalir í viðrun, tína til á sína staði sitthvað sem skilið hafði verið eftir í óreiðu í gær, hér var pakkað inn jólagjöfum af miklum móð í gær með hjálp Elísu Sifjar og síðan Svanhildar í gærkvöldi.  Elísa og Anton fóru heim í gær eftir að hafa verið hér síðan á þriðjudag í síðustu viku, mamma þeirra var úti í Boston og pabbinn að vinna úti í Noregi.  Þau sváfu niðri hjá frænku sinni en voru annars hér hjá afa og ömmu.  Ein með afa sínum á laugardaginn því ég var á Akureyri allan daginn með Árnýju og Sollu.  Nýttum daginn í búðaráp og síðan kvöldmat á Greifanum áður en við mættum galvaskar á Jólagesti Björgvins klukkan átta um kvöldið.  Magnaðir tónleikar fyrir troðfullu húsi og við alveg elskusáttar við daginn.

Óskar er að pakka niður og búa sig undir að flytja norður 22 des, búinn að fá vinnu uppi á Efrimýrum.  Finnst það bara hið besta mál að fara í skítverk og eggjapökkun í sveitinni. Við erum að leysa þar af  fram til að hann kemur og það var ekki laust við ánægjusvip á Árnýju í gær þegar hún kom heim, grútskítug eftir ærleg þrif inni í salnum í gær.  Hún á örugglega eftir að siða kærastann til í verkum þarna... næstsíðasti vinnumaður fékk víst bæði að kenna á henni og mér þegar okkur mislíkaði........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband