. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Jæjaaaa......

Þegar ég bloggaði síðast var ég á leið norður ..... lagði af stað um sexleytið á sunnudagskvöldinu og var komin hér heim á Húnabraut 11 um hádegisbil á mánudagsmorgni.  Sök á því bar að mestu leyti sauðheimskur Yaris eigandi og vont veður á Holtavörðuheiði.  Við Óskar sváfum af okkur biðina til morguns á Hraunsnefi í Norðurárdal.  Eftir á sá ég að ég hefði átt að skikka Völu til að koma suður með ferðatöskuna mína og vegabréfið, því við vorum á leið til London snemma á fimmtudagsmorgninum.  Báðar þurftum við að vera á Reykjavík seinnipart miðvikudagsins þannig að ekki varð stoppið heima langt.  Við mæðgur áttum góða daga í London að venju og skiluðum okkur heim á mánudagskvöldi og hvað mætti okkur í Keflavík ?  Skitaveður svo við sváfum til morguns á hótel Bergvegi áður en var lagt af stað norður.  Völu tókst ekki að semja við flugfreyju að skutla okkur til Tenerife ... hún hafði grun um að væri verra veður hér heima miðað við veðrið í London.

Hér skaust inn úr dyrum hjá ömmu snáðinn Smári Þór fljótlega eftir að kella var komin frá útlandinu ... til að tékka á hvort hún hefði fundið á hann takkaskó.  Þegar hann hafði skoðað skóna, leit hann upp og spurði af einlægni .... hvað ætlar þú að tolla lengi heima núna amma. 

Það var nú það.

Ég tæmdi töskur mínar upp á borðstofuborðið, Gísli leit yfir borðið þegar hann kom heim í kvöldmat, sneri sér að konu sinni ...... mér sýnist þú hafa eitthvað að gera á næstunni góða mín.

Ég er allavega búin að taka af borðinu og koma í skúffur og hillur dóti mínu, allavega gátum við borðað  kvöldmat á laugardagskvöldið .. átta samtals.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf líf og fjör hjá þér Halla mín :)  Það var gott að þið fenguð góða ferð til London :)

Smári er moli :) 

Hafðu það frábært !  ég sé þig fyrr en síðar :)

Sif (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband