. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Takk Sifin min kær......

Frænka sér að það er þó allavega einn sem kikir hér inn og les það sem ég er að setja hér á blað, ja eða skjá frekar.  Núna er ég eiginlega að þjófstarta jólum, á eldavélinni minn sýður hangikjöt í stórum potti.  Árný birtist hér einn daginn í vikunni með stórt hangilæri og bað mömmu um að sjóða það á föstudaginn ... áður en Svanhildur færi.  Hún er svo heppin stelpan sú að í matinn hefur verið flest hennar uppáhald í matinn síðan hún kom norður, kjötsúpa, kjötbollur, hangikjöt....... og amman að baka smá fyrir jólin svo hún hefur gæðaprófað fyrir mig baksturinn jafnharðan.  Meir að segja mömmukökurnar áður en kremið kom á þær.

Úti er frekar þungt yfir, ekki snjókoma samt en kalt.  Fór í morgun með Smárann og Alexander á rútuna, þeir voru að fara suður til pabba um helgina.  Kátir vel að vanda og Smárinn ekki búinn að gleyma óförum ömmu sinnar frá síðustu ferð og stríddi mér óspart.

Núna er það dagsmottóið að ljúka við eina vinargjöf sem ég er að sauma og svo þvottafjallið eilífa..... Svanhildur var að vakna, ekki seina vænna ...komið hádegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku frænka.  Ég get svo svarið það að þrátt fyrir að vera tiltölulega nýbúin að borða þá fór garnagaulið að hljóma þegar ég las þetta...   Því auk þess að þykja ofsalega vænt um þig þá hef ég á þér heljarinnar matarást :) 

Þau eiga gott ungarnir þínir stórir og smáir... :)

Knús í húsið þitt !

Sif (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband