. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Árið 2011....

Er brátt á enda og ég get ekki sagt að ég sakni þess nein býsn.  Það hefur svo margt færst til og breyst í kringum mig og ég enn að sætta mig við breytingarnar.  Stærsta breytingin er þó að Vala og Gummi fluttu suður á Selfoss.  Gerðist nokkuð snögglega og flutningum fygldu hrellingar nokkrar hjá þeim sem ekki var séð fyrir endann á fyrr en nú nýlega. Árný og Óskar giftu sig 16 júlí í sumar fram í Undirfellskirkju og veislan var haldin í hlöðunni í Saurbæ. Góður dagur sólbjartur og fallegur. Við skiptum um húsbíl í sumar, yngri bíll og betri og sómir sér vel á blettinum okkar góða uppi á Núpi.  Notuðum okkur vel að eiga svona grip, gistinætur í bílnum urðu yfir níutíu.  Oftast uppi á Núpi, tvær ferðir vestur, útilega með börnum og vinum um verslunarmanna helgina, bara gaman.  Helgi um hrossaréttir fram á Núpi, Anna og Óli komu norður með börnin, gistu hér heima en voru mest með okkur uppfrá.  Kristján Atli kemur orðið reglulega í heimsókn til Árnýjar og Óskars nokkra daga í mánuði og unir sér vel, ekkert áreiti þegar hann er einn.

Ég eyddi nokkrum dögum núna snemma í desemberfyrir sunnan og naut gistivináttu og hjálpar hjá Valla og Öllu Rúnu, var með "litla" frænku með mér sem þurfti hjálp í nokkra daga.  Uppgötvaði við þetta að ég mætti að ósekju rækta betur sambandið við bræður mína..... mann er víst endalaust að læra.  Laugardaginn sem ég var í bænum fór ég með Önnunni minni á jólatónleika með Björgvin Halldórssyni og gestum hans. Að þeim öllum ólöstuðum naut ég þess mest að hlusta á snáðann hennar Dúu minnar, Svein Dúa Hjörleifsson.  Unun að heyra hve vel hann hefur þroskað þennan hæfileika sinn ... að syngja eins og engill.  Hver veit nema mamma hans hafi getað fyglst með honum.

Svanhildur mín sefur héna niðri, kom norður til afa og ömmu í gær ... yndislegt að hafa hana í nokkra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það má segja að þetta ár hafi verið "fullt af allskonar" !  Sumpart eiginlega með leiðnlegri árum en svo eru líka góðir hlutir að gerast :)

Hafðu það sem allra best um jólin elsku Halla, vonandi færðu sem mest að sjá af ungunum þínum öllum :)   Ég hugsa mikið til ykkar :)

Sif (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband