. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Jólafasta.....

Ég gaf manni mínum hornauga þegar ég sá hann kíkja hér inn í hádeginu í dag, sá að svipurinn bar þess vott að þetta væri leti hjá mér að blogga svona sjaldan.  Og Sifin mín segir að ég bloggi varla orðið nema einhver deyi sem mér þyki vænt um.  Það er reyndar rétt hjá henni að oft er það mín leið að blogga við þau tækifæri, rifja upp minningar og myndir í huga sem ég á með þeim sem kveður í það og það skiptið.  Oft er það líka á jólum sem mann saknar sárt þeirra sem farnir eru. Síðast í gær rifjaðist upp fyrir mér, við 12 ára afmæli Smárans, að nú væru tólf ár síðan tengdamamma kvaddi þann 4 jan næstkomandi.  Hann náði hún ekki að sjá og því var mynd af snáðanum sett á koddann hjá hennni þegar kistulagt var. Og í mars komandi verða fimm ár síðan tengdapabbi kvaddi okkur. Líka tvö ár í marslok síðan mamman mín á Skagaströnd kvaddi.  Ég sakna þeirra allra sem og margra vina og ættingja sem farnir eru á undan mér .........

En nóg um það, mann á ekki að horfa um of í baksýnisspegilinn, það þarf líka að horfa fram á við.  Og ég hef margt að gleðjast yfir þegar ég sé börnin mín og barnabörnin sýna atorku og dugnað við það sem þau hafa tekið sér fyrir hendur á árinu sem er senn liðið.

Blogga betur um árið næst, núna er að ljúka bakstri hjá mér fyrir aðventukaffi  með neðrihæðarbúum......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibbíjei :) nú kíki ég enn oftar hérna inn :)

Það er gott að hugsa til þeirra stundum sem farin eru. Ég var síðast með ömmu og afa í huga mér í dag....  og það er líka gott að rifja upp góða hluti :)

ÉG bíð spennt eftir næsta bloggi, það er svo gaman að lesa það sem þú setur saman :)

Kveðja frá pastalandi :)

Sif (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband