6.4.2012 | 13:39
6 apríl......
Og langt síðan ég bloggaði síðast, enda búin að fá áminningu. Nokkrar en hundsa þær nema þegar Kiddi sendir mér tóninn. Enda er hann lengst í burtu. Er ekki einusinni búin að tengja mig á skype við hann, þó ég eigi orðið græju til þess.
Annars er svosem ekki margt að frétta héðan, hér röltir allt sinn vanagang, Gísli enn á kafi í skattinum og sést varla hér heima svo ef mér leiðist þá tolli ég ekki heima, er nýkomin heim eftir nokkurra daga dvöl hjá Önnu og Óla, var í fermingarveislu hjá vinafólki í gær og Gísli sótti mig. Alltaf sama fjörið á Bakkastöðunum, nafna mín er dugnaðarkona mikil og skapstór og nú er hún að fara í skóla í haust .... mér finnst hún vera næstum nýfædd, ekki eldist ég svona hratt.
Enn kvarnast úr rammanum mínum, nú er Marý konan hans Bjarna frænda látin. Fyrst til að kveðja úr makahópnum systkinanna frá Neðri-Hjarðardal við Dýrafjörð. Það hafa verið áleitnar minningarnar um móðurfólkið mitt síðustu daga, fermingarvorið mitt fékk ég að fara vestur með afa sem kom í ferminguna mína. Þá voru þau Bjarni og Marý farin að búa á móti þeim afa og ömmu og bjuggu á efri hæðinn, þarna kynntist ég henni fyrst, hávær svolítið og lét flest fjúka. Alltaf tók hún mér og mínum af mikilli hlýju og rausnarskap og skipti þá engu hvort við vorum tvö á ferð eða sjö.
Friður og þökk fylgi henni í nýrri veröld.
Jökull og Árni eru á sjónum að vitja um grásleppunetin þó að sé helgidagur, fólk er alveg hætt að bera virðingu fyrir þessum dögum sem hér áður fyrr voru teknir svo bókstaflega að eingöngu mátti gera það allra nauðsynlegasta í fjárhúsum og fjósi svo skepnum liði vel. Veit ekki hvort þið bræður mínir munið eftir að hafa þurft að sitja stilltir og þegjandi undir messu í útvarpinu þegar Kristján afi var í heimsókn, ég man vel eftir þessu. Einnig að fara í betri föt á sunnudögum og vera svo sífellt með áminninguna í eyrunum að skíta sig nú ekki út ... það var ekki rafmagn hvað þá þvottavél... og við öll skelfilegir sóðar að mati þeirra fullorðnu. Sem var auðvitað fjarri lagi að okkar mati.
Oddný er væntanleg norður í dag með synina, Magnea er komin svo hér verður ekki dauðaþögn um páskana og ég ætla ekki að leggja það á börnin að sitja stillt og prúð á páskadagsmorgunn og hlusta á messu, ætli verði ekki páskaeggjaleit og át fram undir hádegi ..... Anton trúði mér ekki í morgun þegar ég sagði honum að ég hefði ekki fengið páskaegg þegar ég var lítil.......
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Takk fyrir allt mamma mín :)
Anna (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.