. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Og enn fækkar ....

Fékk símtal eftir hádegið í dag, frá frænda mínum, bóndanum á Uppsölum, sem sagði mér andlát móður sinnar.  Hún Anna Marta var ekki bara náfrænka mín, hún var líka uppeldissystir mömmu, ólst upp í Neðri-Hjarðardal hjá ömmu sinni, Önnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem var langamma mín og bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni, móðurforeldrum mínum.  Með þeim mömmu og henni var því kært frá upphafi og höfðu samband eftir getu þegar báðar voru sestar að í Húnaþingi. 

Anna frænka stýrði sínu stóra heimili styrkri hendi og það var ljúft og notalegt að vera gestur hennar, sambandi við ættingja og vini hélt hún meðan heilsa entist, en sú var henni ekki hliðholl nú síðustu árin.

Friður, kyrrð og innileg þökk fylgi henni á veg við vistaskiptin.

Hér er fækkað eftir páskana, gestir horfnir til síns heima, ekkert sjóveður svo Jökull fór líka suður í gær. Elísa mín er nú samt hjá ömmu að leika sér, enginn skóli fyrr en á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband