. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

14 apríl....

Hún frænka mín, Anna Marta Helgadóttir var lögð í sína hinstu hvílu í dag, falleg athöfn  og mikið sungið, með þessum kirkjukór söng hún sjálf fyrr á árum og auðséð var að hún var vinmörg, það sýndi fjöldinn sem fylgdi henni síðasta spölinn.  Notalegt að setjast svo niður með fólkinu hennar við kaffi og spjall að athöfn lokinni.  Þar hitti ég systur hennar, Guðrúnu en hana hafði ég ekki séð í mörg ár.  Maður er alltof latur við að rækta samband við frændfólk sitt.

Góða ferð elsku frænka.

Í dag mundi ég eftir afmælisdegi, Sófus í Tungu var fæddur þennan apríl dag 1926.  Hann var því fjórum dögum eldri en pabbi og lengi erti pabbi granna sinn á því að sín merkisafmæli yrðu ekki dýr framkvæmd, hann þyrfti bara að hafa afréttara eftir veislur Sófusar.  Verst að til þessa kom aldrei, hvorugur hélt upp á tugafmæli sín, pabbi sagðist ekki fara að standa fyrir einhverjum kúnstum í tilefni fimmtugsafmælis síns, það bar upp á páskadag.  Deginum eyddi hann og fjölskyldan á Brekkubyggð 18, hjá okkur Gísla, en svona af meðfæddri stríðni og stráksskap skildi hann bílinn sinn eftir fyrir utan lögreglustöðina.  Alla Rúna var svo skikkuð sem dyravörður þegar Þormar Kristjáns kom í dyrnar að leita að pabba.  Hún var svo nýkomin í fjölskylduna að henni var best treystandi til að koma ekki upp um að kall væri þarna inn.

Komið kvöld og barnabarn hjá ömmu og afa, Anna Guðbjörg ætlar að passa okkur í kvöld og nótt .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband