14.9.2007 | 14:28
Ostur og einlægni barna.......
Einhverntíman í þessara viku upphófst deila við hádegisverðarborðið hjá " möppudýrunum" mínum hvernig væri best að skera ost, Lena sagði sína fjölskyldu, ( lesist Árna) alltaf ganga þannig frá að það mynduðust skíðabrekkur í stykkinu og það nýttist illa. Gísli kvartar hinsvegar yfir því að ég skeri alltaf af vitlausri hlið ostsins. Í fyrsta lagi veit ég hvergi um ostskurðarreglur og í öðru lagi finnst mér vont að hafa stykkið upp á endann við að ná af því sneið , meðan það er nýtt riðar þetta á diskinum eins og fyllibytta á fimmta glasi. Niðurstaða okkar Völu var allavega að hagræða stykkinu eins og okkur þótti skást, við að ná okkur í sneið, við vorum þó sammála.
Í gærmorgun átti ég nýnæmi undir ostinn, heimabakað flatbrauð, sem indæl kona hafði laumað að Árnýju í launaskyni fyrir að færa sér egg. Hún skilaði brauðinu til pabba síns með þakklæti fyrir eggin. Meðan ég maulaði sneið af þessu nýnæmi, smurðu með smjöri og osti, mundi ég eftir syni þessarar góðu konu, hann var ekki gamall að svara í símann heima hjá sér og spurt var eftir mömmu hans ... nei hún er úti á hlaði að svíða flatbrauð. Þetta var alveg hárrétt hjá honum, brauðið bakaði hún utandyra á járnplötu og notaði til þess tækið sem notað var til að svíða hausa á haustin. Í annað sinn svaraði sami strákur og spurningin ... er pabbi þinn inni..... svaraði hann af einlægni... nei hann er úti í fjósi að hafa olíuskipti á kúnni. Málið var að um nóttina hafði losað sig ein beljan í fjósinu og komist í fóðurblöndupoka og étið yfir sig. Það orsakaði stíflur í görnum og hefði endað með ósköpum , hefði pabbi hans ekki brugðið á þáð ráð að hella olíusopa ofan í kusu. Og var að bæta á sopann þegar hringt var og snáðinn spurður hvar pabbi hans væri.
Ein kenning um ostinn sem ættuð er úr hrekkjapoka svila míns á Steiná, hér á árum áður hélt hann því staðfastlega fram við syni sína og aðra karlkyns af smærri gerðinni í fjölskyldunni að ákveðinn líkamshluti þeirra styttist við að borða ost og kallaði ostinn gjarnan stytting. Ég minnist þess að hafa lent í basli með að mér væri trúað, þegar ég staðhæfði að þetta væri plat hjá Jonna.......
En nóg um ost, framundan er stóðrétt og smalamennska á morgun. Ég er byrjuð að undirbúa kjötsúpupottinn sem bíður eftir svöngu fólki annað kvöld eftir ævintýri dagsins. Svo þarf nesti upp í rétt á sunnudaginn, best að gera eitthvað annað en hanga í tölvunni........
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Verð að vera sammála þér með hversu indæl þessi kona er sem færð þér brauðið og eitthvað finnst mér kannast við drenginn sem svaraði svona skemmtilega í símann.
Takk fyrir yndislega upprifjun, er búin að hlægja tár í augun á mér.
Fjóla Æ., 14.9.2007 kl. 15:56
Ohhh, hvað ég þekki þetta. Það er sko ekki sama hvernig osturinn er skorinn, smjörið tekið úr smjördallinum og að maður tali nú ekki um hvernig klósettpappírsrúllan hangir!
Ehhh, ekki spyrja mig hvort ég sé í meyjarmerkinu kv/Sigrún
Sigrún netkella (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 17:09
Sko.... það á bara að skera ostinn þannig að hann nýtist almennilega! Ég er líka búin að reyna að kenna Árna í rúm 9 ár að maður kreistir EKKI tannkrams eða kavíartúpur í miðjunni!
Rannveig Lena Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 18:19
Skiptir engu assgotans máli hvernig skrattans osturinn er skorinn svo fremi að hann sé étinn og fari ekki neitt til spillis!
Svo veistu það Lena mín að það er ekki hægt að kenna gömlum hundum að sitja....
Árný Sesselja, 14.9.2007 kl. 18:41
Ooooo hvað ég vildi að ég kæmist í súpuna og bara í sveitina
Ragnheiður , 14.9.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.