. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Réttahelgin þessi.....

Á eftir að verða mér minnisstæð, heldur betur.  Ég lauk tiltekt fyrir hana hér heima fyrir kvöldmat og var þar með farin upp í Efrimýra.  Árný var að vísu boðin í mat til Völu sem og Anna með sitt lið.  Þau ætluðu svo að gista uppfrá.  Það ætluðum við Gísli líka að gera, í húsbílnum úti á hlaði.  Barnastóðið mitt skilaði sér svo í sveitina, fyrst var Árný með Sigtrygg með sér.  Hann ætlaði sko með fyrstu ferð í sveitina.  Nafna mín hafði sofið eitthvað á leiðinni svo hún var á stóra sviðinu strax og hún kom inn og sýndi afa og ömmu hvað hún væri orðin dugleg að labba.  Það var nú samt ekki farið seint að sofa, langur dagur framundan að morgni.  Inni í eldhúsi var allt komið á fulla ferð þegar ég kom svo á fætur í gærmorgun.  Morgunkaffi og svo var það lokahönd á súpupottinum sem stundum er kallaður nornapotturinn hennar mömmu/ömmu , 12 lítra eintak.  Hann var fullur af kjötsúpu sem eftir var að bæta í svolitlum vökva svo þetta stæði nú undir súpunafninu en ekki þykkur grautur.  Meðan ég var að þessu birtist Vala með sín börn og þar á eftir Gerða með sína syni sem Árný var búin að taka að sér frá 1-4, Gerða þurfti að vinna.  Hún var úrill frekar og dauðöfundaði okkur að komast fram eftir og skánaði ekki hót þótt ég benti henni á að þetta yrði endurtekið að ári liðnu.  Mig langar núna ..... var snubbótt svarið.  Eitthvað var etið uppúr pottinum góða áður en lagt var af stað frameftir, fimm bílar takk í einni lest frá Efrimýrum fram í Kirkjuskarð..  Það reyndist skítakuldi framfrá svo að þeir sem ekki höfðu klætt sig í kuldagalla heima (ég ) fundu  þessa flík sína og klæddi sig í snarhasti, með dyggri aðstoð eiginmannsins.  Nú svo var það að bíða eftir gangnamönnum og ferðamannastóðinu + hrossastóðinu sem verið var að smala.  Meðan beðið var var auðvitað rápað um og skoðað hverjir væru nú mættir af kunnuglegum andlitum og þeim fór fjölgandi þrátt fyrir kuldann.  Svo fór þetta að tínast, nokkrir gangnamenn með fáeinar rolluskjátur komu vestan ár og yfir og fljótlega þar á eftir kom slatti af ferðamannahópnum, svo bættist enn stærri hópur við. Ég hafði rölt á eftir Sigtryggi  svo nærri sem maður mátti fara á móti til að fylgjast með, þá fara þær Vala og Árný að tala um hvort megi ekki hleypa krökkunum í nestið svo að þau hætti að tuða... égersvangur/svöng. Sjálfsagt svaraði ég þið getið gert þetta sjálfar. Þær mögluðu eitthvað en ég nennti ekki. Smástund leið, þá kallar Vala til mín ...  komdu mamma , sjáðu, ég rölti til hennar og ..... sá ofsjónir. Lokaði augunum, nuddaði þau og opnaði á ný, jú Kristján bróðir stóð þarna fyrir framan mig , með hest í taumi og greinilega að koma úr smalamennskunni.  Ég stökk upp um hálsinn á honum, jú þetta VAR Kiddi, kvartandi yfir að ég hefði ekki verið heima í morgun til að gefa honum morgunkaffi.  Ókunnugum sem lesa þetta til skýringar.... hann býr úti í Namibíu.  Þetta hafði ungunum mínum tekist að fela fyrir mér og skýringin komin á hve úrill Gerðan mín var, að geta ekki verið þarna líka og tekið á móti pabba sínum. Hún fékk hann þó óvænt í morgunkaffi.  Og það sem eftir var dags ríkti mikil gleði hjá okkur, Jón bróðir var þarna líka, við stoppuðum öll góða stund á Núpshlaðinu í útleið og það var glaður hópur sem settist að súpupottinum á Efrimýrum í gærkvöldi.

Restin af helgarfrásögninni verður að bíða til morguns, ég er meira en þreytt........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Fyrirgefðu

Gerða Kristjáns, 16.9.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Árný Sesselja

fyrirgefðu mamma mín.... en viðurkenndu það bara það var allt í lagi að "skrökva" að þér í þetta skiptið

Árný Sesselja, 16.9.2007 kl. 23:10

3 identicon

Úbbs... og þetta vissi ég líka  Valli sagð mér það. kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég er alveg saklaus... vissi jafnlítið um þetta og þú

Rannveig Lena Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 08:16

5 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ehemm ...... Ég er ekki alveg saklaus .....
Fyrirgefðu mamma mín

Anna Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 09:26

6 identicon

hehe, skemmtilegt að þeim skyldi takast að koma þér svona vel á óvart. Ég hitti þennan bróður þinn uppi á Kirkjuskarði (vissi þá náttúrulega ekki að hann væri bróðir þinn...) Einhver kynnti hann fyrir mér og sagði að hann byggi úti í Namibíu og ég spurði náttúrulega  með hvað hann byggi þá....

Anna Magga, Sölvabakka (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:47

7 identicon

hveju svaraði hann... fiska?

Halla (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:34

8 identicon

hehe, ja það varð nú eitthvað fátt um svör minnir mig, jú ætli fiskar hafi ekki komið upp svo fyrir rest.

Anna Magga (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband