. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Aðventan er hafin.

Já það er fyrsti sunnudagur í aðventu í dag, svo nú er löglegt að spila jólalög alla daga frá morgni til kvölds í útvarpinu, hengja upp jólaljósin þar sem mann langar til .... og svo framvegis. Skal hér með viðurkenna að ég þjófstartaði við þetta alltsaman.

Um helgina var markaður með jólasniði í andyri  félagsheimilisins undir styrkri hendi Bóthildar Halldórsdóttur. Við vorum ekki mörg, 10 eða 12 sem vorum með borð þarna og umferðin hefði mátt vera meiri en það var gaman hjá okkur og það var það sem skipti máli. Börn að leika sér, piparkökur og kaffi sá Bóta um að væri nóg af, spjall og náungakærleikur .... þetta er jólaandinn.  Takk Bóta mín, þú ert snillingur. Líka takk til ykkar hinna sem voru þarna.

Veður er annars rysjótt, snjór og frost, rok og slydda og gott þess á milli, allar tegundir fáanlegar á sossum eins og rúmum sólarhring. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk, systir góð, fyrir að vekja máls á þessu. Ég, að taka þátt í markaði í fyrsta sinn, fann þennan náungakærleik.

Vil deila með ykkur speki dagsins, sem Ásgerður á Geitaskarði notaði í Bólstaðarhlíðarkirkju í dag;  "Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði"

Sigrún (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband