. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Minning Helenu......

Hún Helena ljósa, eins og hún var oft kölluð, verður jarðsungin í dag.  Hún kom hingað til Íslands 1949 ásamt manni sínum frá Þýskalandi, þau réðu sig hingað í sýsluna til landbúnaðarstarfa.  Án efa hefur það ekki verið auðvelt að slíta sig upp með rótum af æskustöðvum í lok stríðs, til ókunnugs lands og vita ekkert hvað við tæki.  Þessi ár man ég ekki til að hún hafi rætt, nema þá við sína nánustu.  Hún varð fyrsta ljósan mín, tók á móti minni elstu dóttur 22 júlí 1971.  Ég man að mér þótti hún kuldaleg en duldist hinsvegar ekki að hún var góð ljósa, var ekkert að hanga yfir mér frameftir degi, svona meðan að lítið gekk, mamma var hjá mér, en þegar eitthvað fór að ganga fór hún ekki fet frá mér.  Ég man enn þegar hún sagði mér laust fyrir kvöldmat að barnið væri rauðhært og óþægt að drífa sig ekki fyrst svona langt væri komið.  Ég var löngu búin að missa þolinmæðina, búið að kalla lækni á staðinn, þá missti Helena sína þolinmæði, greip til gamals ráðs og nokkrum mínútum seinna var mætt rauðhærð og öskrandi Vala, klukkan korter yfir átta að kvöldi. Mér var létt og Helena dæsti ... þú vera óþæg .....  meðan hún gætti vel að hvort ekki væri nú allt eins og það ætti að vera.

Ég sagði fyrr að mér hefði þótt hún kuldaleg, en ég skil það í dag. Ég átti ekki eftir að fæða fleiri börn í hennar umsjá en ég átti eftir að vinna með henni í mörg ár og orðin eldri og reynslunni ríkari, skildi ég betur konuna sem hafði þurft að flýja fæðingarland sitt sökum skorts, skildi við fyrri mann sinn eftir fárra ára sambúð, en hún giftist aftur og eignaðist alls fjögur börn og alla tíð vann hún mikið utan heimilis.  Fyrir innan harða skel sem lífið hafði búið henni sló hlýtt hjarta konu sem valdi sér að lífsstarfi að taka á móti nýju lífi í heiminn og seinna hjúkrun.

Farir þú í friði, Helena mín og megi heimkoman hinumegin verða þér góð.  Þökk fyrir allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessar konur sem hingað komu á þeim tíma voru markaðar af heimsstyrjöldinni, þær höfðu flestar séð svo miklar hörmungar. Vinur foreldra minna var einn þeirra sem komu hingað, hann lifði af vist í útrýmingarbúðum. Hans saga var skelfileg.

Þetta eru falleg orð hjá þér, um greinilega merkilega konu.

Ragnheiður , 4.12.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband