. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Hva..... helgin búin.....

Ekki ber á öðru, það er kominn mánudagur, allavega á mínu dagatali.  Og helgin var góð enda byrjaði hún snemma og vel, Anna og Óli voru komin í hádegismat á föstudeginum með allt sitt nema Kristján Atla, hann valdi Hólabergsdvöl um helgina.  Ekki urðu þetta samt hvíldardagar fyrir Óla, hann rafmagnaðist hér um allt hús, miskátur við að endurnýja lagnir, vekja steindauðar innstungur, skipta um dyrasíma.... nú VIRKAR hann og setti upp flóðlýsingu í hjónaherberginu.  Alla vega fannst manni mínum vel bjart þegar var búið að kveikja öll nýju ljósin og sótti snarlega græjur til að þrifa göngubrettið mitt/sitt .... hann sá nefnilega rykið á því.  Við Anna misstum af þessum gjörningi því við vorum komnar upp í Efrimýra með hvítvín og fleira gott og höfðum í huga að eyða þar kvöldinu í félagsskap Londonfara .... við erum nefnilega að fara til London 12 mars..... hafi það farið framhjá einhverjum sem les blogg okkar mæðgna.

Við Anna skiluðum okkur nú samt heim á siðugum tíma, hún syfjuð enda á næturvakt áður en hún kom og ég ölvuð ... bæði af hvítvíninu sem ég drakk og gleði/tihlökkun yfir væntanlegri ferð.  Það er nefnilega hörkugaman hjá þessum stelpum mínum í svona ferð, verst að vanta Solluna mína, hún kemst ekki með núna.  En Oddný ætlar með í fyrsta skipti, og Gunna fyrrrverandi tengdó hennar Önnu, svo ætlar Anna Kristín Davíðsdóttir með, yfirmaður Gerðu í vinnu og vinkona Völu.

Svo var þetta endalaust gaman að  sjá nöfnu mína brasa og leika sér innan um rafmagnsdótið pabba síns, Sigtryggur fór í sveitina til Árnýjar um leið og hann gat á föstudeginum og Sigurjón fékk að fara með á laugardagskvöldinu þegar amma hans varð ein eftir heima með nöfnu sína, hin fóru í Mýra til að ljúka þrifum á Bakkastaðarútunni, undir skítnum á bílnum reyndist vera meiri tjara en eigandinn reiknaði með og því var eftir að bóna og ljúka þrifunum sem höfðu hafist fyrr um daginn. Svo fóru þau um miðjan daginn í gær og það var skelfilega hljótt í húsinu .... leeengi á eftir.

Nú er það að takast á við vikuma næstu, handavinnuna sína og heimilisverkin...... það er oftast gaman að vera til eins og Smárinn minn sagði einu sinni, eftir rökræður við ömmuna sem hafði í það skiptið þurft að áminna hann .....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Takk fyrir mig og mína mamma mín

Anna Gísladóttir, 18.2.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband