. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ég sakna Hugins líka .........

Já, Fjólan mín og Mummi, það eru margir sem sakna hans, snáðans ykkar litla sem kenndi manni svo margt um lífið.  Ég hef hlustað á misgóðar ræður presta við útför, en þessi prestur snerti svo margt.  Ég er ekki hissa þótt þið hafið valið hann til að kveðja snáðann.  Munið alltaf setninguna sem hann endaði ræðuna á..... hjálpumst að. Takist ykkur það, ungarnir mínir, þá verðið þið réttu megin í prósentutölunni 80/20. Enn og aftur... hjartans þökk fyrir að hafa lofað okkur svo mörgum að fylgjast með baráttunni fyrir drenginn ykkar... og betra lífi.

Ég var með Birni litla um helgina og átti með honum góðar stundir, vorum farin að sofa þegar afinn kom til okkar seint á laugardagskvöldið, enda var skrýtinn svipur snáðans þegar það var afi en ekki mamma eða amma sem kom til hans nývaknaður í gærmorgun.  Eftir að taka af honum næturbleyju og klæða í þurr föt, brölti sá stutti þvers og kruss yfir okkur afa sinn þangað til að hann kom okkur fram úr og vildi þá mat .... strax. En ekki hvað, drengurinn er Jökulsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband