. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Það er rétt.....

Vika síðan Sigtryggur minn kom röltandi hér upp stigann í kjölfar frænku sinnar, við fara í Steiná amma?  Jú, þangað var förinni heitið, þegar amman væri komin í eitthvað annað fatakyns en náttfötin og búin að taka til það sem þurfti að fara með í sveitina.  Þetta tók ekki langan tíma og síðan var haldið af stað.  Ég prófaði, komin langleiðina að Skagastrandarvegamótum... beygja hér?  Nei amma, halda áfram.  Svo tók við áframhaldandi fuglafræðsla, hann sá skúfönd, toppönd, rauðhöfðaönd og einu sinni sagði hann í hlakkandi tóni... neiii gargönd.  Mér var allri lokið... af hlátri.  Einnig sá hann grágæsir og helsingja já og himbrima fram við Skriðuland. Þegar við renndum í hlað á Steiná var okkur vel fagnað af húsráðendum sem og gestum, Grímur og Harpa voru þarna langa helgi með bæði sín börn.  Sem og Finnur kúasmali hinn yngri og var þarna að frumsýna kærustu sína. Fleiri gestir bættust við um hádegisleytið og þar sem dróst að fara í húsin og Sigtryggur var orðinn óþolinmóður, búin að koma og fara í dyrunum oftar en ég hafði tölu á, stoppaði hann loksins og spurði hvað þetta droll ætti að þýða.  Hann fékk leyfi til að fara á undan og hentist niður í hús með það sama.

Þar undi hann sér einna best alla þá daga sem við stoppuðum, var fljótur að læra að hverju þurfti að gæta hjá kindunum hvort þær væru að bera. Sumar var hann farinn að þekkja með nafni, Kata var dugleg að kenna honum nöfn og hann var búinnn að dæsa i rúman sólarhring yfir óborinn Hnýflu, svartri kind sem Kata benti honum á.  Það var því sprettur á Sigtryggi þegar hann kom úr aðgæsluferð.....Hnýfla búin fá eitt lamb.  Ég rauk upp og á eftir honum niðureftir, vopnuð myndavél.  Þar náði ég þessum fínu myndum af Hnýflu við að klára verkið með gæslumanninn standandi yfir sér.  Síðan var þetta botnlaus gleði hjá drengnum, eltandi alla út um allt , ýmist á fjórhjóli, sexhjóli eða labbandi.

Ég er þreytt, þó sé í bloggstuði...........pása. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessum sögum af stubbnum þínum, greinilega vel gefinn piltur og skýr.  En hvað varð af myndunum ?  Það er yndislegast af öllu yndislegu fyrir börnin að komast í sveitina á þessum tíma, þegar allt er að lifna  við og fæðast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: .

Þær eru því miður enn í vélinni hjá mér, kann ekki að setja myndir inn eins og þú gerir.....

Já Sigtryggur minn er ekki illa gefinn, það er einhverfan hans sem oft þvælist fyrir honum og gerir honum lífið erfitt.

., 19.5.2008 kl. 15:40

3 identicon

Ó, já, það gefur mikið að gefa. Var það Sigtryggur sem gaf þér og okkur öllum, sem fylgjumst með, eða varst það þú og hið ágæta fólk á Steiná, sem gaf ??? Ég vildi að ég hefði þekkinguna hans Sigtryggs á fuglum himins og jarðar.

Sigrún (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg saga af honum Sigtryggi, hann veit sko margt.

Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband