. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Sólskin úti ..... myrkur inni .....

Ég held að guð sé upptekinn í einhverju öðru, áhyggjurnar mínar eru allavega að angra mig ennþá.

Samt er sólskin úti og sumarið á næsta leiti, húsbíllinn minn er að koma úr vorskoðun í dag og tilbúinn í sumarið, verst að sumarið hjá Gísla hefst líklega ekki fyrr en í júnílok ... þökk sé andsk..... skattinum.  Veit ekki hvort ég hef getu til að kljást ein við Göslann, þ.e húsbílinn.  Þegar við keyptum hann stóð stórum stöfum aftan á bílnum.... Lilli.  Þetta fannst mér engin leið og plokkaði snarlega af en er ekki búin að fá samþykki fyrir ... Gösli... í staðinn.

Sat hér ein í gærkvöldi og fygldist með söngvakeppninni og viti menn, þau komust áfram, Regína Ósk og Friðrik Ómar, og stóðu sig svona listavel, ekkert fiður, tjull og rusl né skrækir ..... bara söngur og lífsgleði sem geislaði af þeim.  Nú er bara að sjá hvernig þeim vegnar í aðalkeppninni annað kvöld.  Er að hugsa um að bæla sófann við að horfa annað kvöld í fygld hvítvínsflösku og kjúklings, kalkún ætla ég ekki að tala um í bili síðan írski hryllingurinn gekk fram af mér á þriðjudagskvöldið......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Venjulega birtir upp um síðir Halla mín. Flest er ekki svo slæmt að ekki megi eygja týru þarna einhvers staðar. Bara einblína á það jákvæða og þá verður oft ljós. Hugsa til þín og sendi styrk norður yfir heiðar til þín. Vona að hann komi að einhverjum notum.

Fjóla Æ., 23.5.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband