. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagskvöld ......

Seinni nótt helgarinnar var farið fram í Núp og sofið þar í mikilli kyrrð og friði.  Rákum frá okkur forvitin hross sem vildu skoða, enduðum með því að sjá í rass þeirra yfir í Illugastaði.  Annars sneri gönguferðin um að skoða breytingar á lækjarfarvegi Skriðulækjar já og bæjarlæknum.  Vatn um allar trissur og helst þar sem það ætti ekki að vera, svosem eins og að hluti Skriðulækjar rennur fyrir neðan Skriðuhólinn eftir veginum og sameinast þar aftur upphafi sínu.  Þetta lagast með skóflu að vopni næst þegar við komum þarna.

Gísli var mættur til vinnu uppúr níu í morgun, ég varð eftir upp á Mýrum og náði að pakka úr þrem körfum áður en Árný stóð mig að verki.  Með því að hjálpast að við rest vorum við komnar heim í hádeginu.  Hún fór svo að vinna upp í Skála um fjögur.  Ég hinsvegar stakk af út á  Skagaströnd ....þar átti aukapabbinn minn 88 ára afmæli.  Þarna datt ég inn í stórskemmtilegt afmæliskaffi hjá Signýju og Ingibergi, þau ásamt Láru og Gunna héldu þarna myndarlega upp á afmælin þeirra beggja, Munda og Soffíu... sem ég er svo lánsöm að eiga sem aukapar af foreldrum ...og þykir óendanlega vænt um.  Enginn skal samt halda að mér þyki ekkert vænt um mína raunverulegu foreldra, mér þykir líka mjög vænt um þau.

Það styttist í skrattaskýrslulokin, frétti ég áðan...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ösp

það hefur verið gott að vera upp við Núp.  Ég dreymdi ykkur í nótt... vorum að breyta Efri-mýrum Hótel og Gróðurhús...   allir ísskápar voru fullir af pylsum!!!  smá skrítin.. já ég veit..hehe knús til ykkar..sé fyrir mér hvað Gísli er að verða þreyttur.

Guðrún Ösp, 15.6.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband