. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur .......

Það er farið að bera á bloggleti hjá mér eins og fleirum, en nú fannst smá orka í þetta.  Best að byrja á mánudegi þessarar viku, Gísli þurfti til Reykjavíkur og eitt af því sem hann hafði orð á að gera var að kaupa gasgrill í húsbílinn.  Minnug þess hvað hann gerði þegar uppgötvaðist í fyrrasumar að gasgrill heimilisins væri ónýtt, ákvað ég að fara með honum.  Gasgrill sem notast á í húsbíl verður nefnilega að komast inn í hann. Best að hafa hönd í bagga með þessu.  Þetta tókst farsællega og í gærkvöldi vel fyrir fréttir kvöldsins í sjónvarpi skilaði kall minn sér heim. Skolaði af sér skattaskýrslurykið með sturtunni og klæddi sig, tilkynnti síðan að við værum að fara. Jú, það var í lagi, ég var búin að undirbúa að vera í burtu alla vega eina nótt.  Það þurfti að taka olíu, fjandinn sjálfur ..... 9000 þúsund kall og þetta voru ekki 50 lítrar. Einhver fékk vonandi hiksta yfir þessum ræningjahætti. Það þurfti líka að bjarga gaskút fyrir nýja grillið og meðan Gísli var að græja þetta gat ég horft á mannlífið.  Það var fjörugt get ég sagt ykkur.  Bíladagar á Akureyri um helgina og þarna voru fullt af bílum og mestmegnis unglingar sem ég sá, flestir rallhálfir nú eða þá augafullir og ælandi á planið.  Hvernig skyldi þetta lið hafa verið orðið um miðja nótt, mér er spurn?

En við sluppum óskemmd út af planinu við skálann og ákváðum að fara út á Skaga ... alla leið út í Kálfshamarsvík.  Þar var bílnum lagt og Gísli fór að græja grillið sitt nýja. Hikaði að vísu svolítið þegar hans freka kona tilkynnti að þetta væri hans deild að matreiða á þessu ágæta tæki.  En lét sig hafa það að taka við kartöflum sem ég rétti honum ósvífnislega ... vitandi að þetta væri ekki hans uppáhaldsmatur af grilli.  Þegar hann var svo búinn að snúa þeim eftir tiltekinn tíma rétti ég honum marinerað kjöt ..... grilla þetta takk.  Hann hlýddi og setti sneiðarnar á grillið.  Hvarf svo til að spjalla við mann sem bar svo blessunarlega að, hafði verið að vitja um silunganet þarna í sjónum.  Til að ég fengi ekki brunnið kjöt að borða, bjargaði ég sneiðunum fyrir hann.  Og af því að gesturinn góði gaf okkur silung í matinn, ætla ég að grilla hann sjálf... til öryggis. Sko silunginn, ekki Gísla.

Hann skal nú samt ekki halda að ég sé hætt að reyna að koma honum að grillinu...... og kartöflurnar fékk ég að hafa ein í gærkvöldi.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband