. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Sumarlok ......

Ekki kannske alveg en þau eru samt farin að nálgast.  Það sá ég á litnum í brekkunum kringum Núp um helgina, sem og óvenjumiklu hrafnagargi, og þegar að var gætt voru þeir í hópum á flugi og samkomulag slæmt.  En veðrið var yndislegt og þarna er alltaf jafnljúft að vera.

Ég þjáist af valkvíða núna.  Valið stendur um að taka ærlega og vel til í saumaherberginu mínu hérna uppi, það ber þess greinileg merki að fru Halla mætti ganga betur um .... nú eða þá að setjast við saumavélina mína og gera eitthvað við hauginn sem hefur hlaðist þar upp undanfarið, stytta buxur, gera við nokkur eintök sömu tegundar, sauma svínagluggatjöldin hennar Sollu minnar, gera við rúmföt..... það er ábyggilega eitthvað fleira í haugnum.  Já og handklæðin þeirra Arons og Matthíasar, þau eru enn í vinnslu og skólinn rétt að byrja.

Er að hugsa um að hátta aftur........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Svona haugar fara ekkert, eða það hef ég í það minnsta aldrei orðið vör við!  Verður örugglega betur í stakk búin að takast á við þá eftir góðan svefn.....

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:48

2 identicon

Þá sjalda að mér tekst að klára allt í sauma- og viðgerðahaugnum er sjálfkrafa orðið nokkuð snyrtilegt í vinnuherberginu svo það er a.m.k. góð byrjun.  Og þegar þú tekur þig til er það ekkert smá sem gerist.... gangi þér vel.

Sesselja Guðmunds (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt og hafðu það ljúft elskuleg

Brynja skordal, 21.8.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband