. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki nokkur frammistaða....

Ekki bloggað í marga daga og kemur margt til.  Nú er ég farin að fá kvartanir og fyrirspurnir hvað sé í gangi svo það er ekki um annað að gera en hysja upp um sig.... og blogga.

Ég sagði að það kæmi svosem margt til, mest þó líklega að hafa þurft að berjast við slæmt þunglyndi meir og minna síðan í vor.  Því fylgir oft vanlíðan sem ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini (á enga svo ég viti) og alltof oft brýst vanlíðanin út í ísskápnum eða búðinni.  Afleiðingin ..... síðan í febrúar hef ég þyngst um 17 kíló. SAUTJÁN andsk....... kíló. Og fötin mín, þau eru sko ekki kát, það jaðrar við að að ég sé fatalaus, ég ætlaði sko ALDREI aftur í þriggja stafa tölu.

Nú er ég byrjuð að reyna að rífa mig upp úr þessu fúafeni,  en það er erfitt í meira lagi... nóg um það.

Við fórum suður um síðustu helgi, hjónin og heimsóttum Skaftholt, heimili fyrir fatlaða í fygld þeirra Óla og Önnu + barna, þarna er unnið mikið og gott starf með því fólki sem þarna býr.  Líka heimsóttum við íbúana á Bergveginum + Lenu sem býr þar í nokkra daga meðan hún jafnar sig eftir viðgerð sem hún fór í.  Helgin var góð þrátt fyrir rigningu sem helltist úr loftinu .... alla dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj knús á þig hjartans Halla mín og svo hefurðu verið að draga mig upp, sjálf lasin.

Það segir mér margt um þig yndislega góða kona.

Ég er stolt af því að vera vinkona þín

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Knús til þín mamma mín  
Þú veist hvar ég á heima og símann hjá mér

Anna Gísladóttir, 27.8.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Árný Sesselja

Hey mamma knús frá mér líka og þú veist líka mitt símanr... eða það held ég og veistu hvað þú þarft bara 20 skref hjá mér til að koma og banka :o))))))) EN mundu mamma mín mér þykir alveg óhemju vænt um þig :o))))

Árný Sesselja, 27.8.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Knús á þig frá mér. Mundu að ljósið er við enda ganganna.

Fjóla Æ., 27.8.2008 kl. 08:39

5 identicon

Systir góð. "Nefndu mig, þegar þér liggur lítið á", stóð í einhverju gömlu æfintýri.  Þú ert alltaf fljótust til hjálpar öðrum. Reyndu að nota vini þína núna, ef þeir eru til einhvers gagns

Sigrún (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:01

6 identicon

Elsku Halla mín, always look on the bright side of life, af neðri hæðinni er sem betur fer bara leiðin upp :)   svo mikið rétt sem mamma skrifar hér að ofan, ef núna er ekki tími til að nota vinina, þá hvernær ?   allar mínar bestu hugsanir og straumar til þín.

Halla G (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband