. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Þvottavélarraunir ......

Þegar ég skilaði mér heim eftir verslunarmannahelgina gat ég farið í fótabað á þvottahússgólfinu, eins og hálfsárs gamla þvottavélin mín flóðlak.  Þar sem indælið var enn í ábyrgð var seljandinn settur í málið og sendi hann gripinn snarlega suður.... í hendur sérfræðinga.  Ég gat þó verið róleg.... vitandi að Vala væri í burtu sumarfríi og ekki var sár hætta á að sonur hennar væri að nota vélina á þeim bænum.  Hann hinsvegar greip tækifærið ... amma viltu þvo fyrir mig líka?  En meðfædd kurteisi kom í veg fyrir að ég þvægi bara sisvona í nýrri fokdýrri vél dótturinnar svo ég hringdi og bað um leyfi ...... og leiðbeiningar.  Hvorutveggja fékkst, að vísu hafði Gummi bent konu sinni á að mamma hennar væri hálfgerð hryðjuverkakona á þvottavélar, hann hefur nefnilega óþarflega oft lent í að gera við slík tæki fyrir tengdamömmuna.  Það er hinsvegar búið að taka tímana tvo að fá úr því skorið hvort ábyrgðin næði yfir bilunina ...sem hún gerði EKKI og þar næst hvort væri hægt að gera við hana.

Því miður .... hún er ónýt.

Ég er enn að velta fyrir mér hvort tengdasonurinn hefur rétt fyrir sér .... og hvort hann hjálpar mér að tengja nýja vél.......

Takk fyrir kommentin við síðustu færslu ..... þau voru verulegur plástur á slæma skapsmuni og auma sál.......

Hrossið mitt góða ... ég er enn að lesa ...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Mér var nær að senda heila bók í emaili hehe

En undarlegt þykir mér þetta, að svona nýleg vél geti bara orðið ónýt og ekki bætt?

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Mummi Guð

Það er alveg merkilegt að þegar nýleg tæki bila, þá nær ábyrgðin aldrei yfir skemmdirnar. Ég hefði haldið að ábyrgðin myndi ná yfir allar bilanir nema um sé að ræða einhver stórkostleg vanræksla. Eins og maðurinn sagði, svona er Ísland í dag!

Mummi Guð, 29.8.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband