29.8.2008 | 11:17
Vikan er að verða búin....
Við áttum hitting í morgunkaffi hjá Sollu, mæðgur hér af 11 og vorum allar að myndast við að þoka áfram handavinnuverkefnunum okkar þangað til ég þurfti að huga að hádegismat sem átti að vera plokkfiskur. Um leið og ég yfirgaf þær, bauð ég þeim að koma og borða. Ekki þurfti að spyrja tvisvar...... þær ætluðu sko að koma. Þegar sest var að borðinu og Vala var að fá sér horfði hún grunsemdaraugum á plokkfiskinn... hvað er nú að spurði ég.... það er ekki eins og ég hefði sett sellerí í þetta. Daginn áður hafði hún haft mikið fyrir því að plokka sellerírót úr salati sem var á borðum. Neibb svaraði hún.... mér fannst ég sjá bein. Það getur ekki verið hrökk út úr mér, Maja er ekki við borðið. Málið var að ef Majan mín borðaði plokkfisk hjá mér.... lentu öll bein á hennar diski, en eins og allir góðir kokkar vita á téður réttur að vera beinlaus. Og sem barn hætti Maja að borða ef hún fann bein í fiski. Orðin fullorðin passar hún bara vel hvað hún er að láta upp í sig, en lætur mann heyra það ef kokkurinn hefur ekki staðið sig við beinhreinsun.
Ég tók upp símann og Maja var ekki lengi á leiðinni til okkar, nú var þó tryggt að hún borðaði í hádeginu, næstum fullgengin með pííínulítinn kúlubúa, á eftir þrjár vikur og sér ekki mikið á henni.
Þær héldu allar yfir mér væna ræðu um hversu óþarft væri að skemma mat með selleríi ... eins og þetta er gott á bragðið........ að mínum dómi a.m.k..........
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Ojj - alveg er ég sammála þeim, sellerí er með því fáa sem ég bara get ekki borðað... en umm hvað mig langar núna í plokkfisk - með þrumara!!
Edda (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:28
Sellerí er eyðilegging á þinni annars ágætu kjötsúpu.
Rannveig Lena Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 12:44
Skemmtileg lýsing, og ég veit að það er hræðilega svekkjandi að fá bein í fisk sem á að vera hreinsaður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 13:06
Sko .... ég hef ekki þorað að nota sellerí í kjötsúpuna mína í mörg ár ... myndi gera það ef ég sæti einhverntíman ein að þessari yndislegu súpu minni.....
., 29.8.2008 kl. 17:20
Og þú heldur enn áfram að bjóða í mat
Getur fólk ekki bara tuggið áður en það gleypir
Sigrún (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.