. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Varúð ... þetta verður langt .........

Það er nefnilega svo langt síðan ég bloggaði síðast.  Hef svosem ekki margt til útskýringar/afsökunar á leti minni, ja nema hækkandi aldur og versnandi minni.  En nú er ég bæði búin að fá áminningu og beiðni um að koma nú einhverju niður á blað svo að það er best að hysja upp um sig og byrja.....

En hvar þá?  Þetta er sko ekki hægt, ég verð að fletta upp hvað ég bloggaði um síðast ....... og hafi einhver haldið að ég hafi flúið til London og skilið hjásvæfil minn til margra ára eftir í reiðileysi og með stíflað skólprör út úr íbúðinni, þá skal því hér með komið til skila að ruslamálaráðherra okkar til margra ára, Villi Harðar mætti á svæðið um leið og hringt var í hann þótt væri helgi og hreinsaði þessa stíflu ...... og fann orsökina.  Hún er sem betur fer utanhúss og á yfirráðasvæði bæjarins.  Ég er að hugsa um að færa þeim líka reikninginn frá því í fyrrasumar ... fyrir stíflulosun.

Sunnudaginn fimmtánda varð Emblan litla á Efrimýrum tveggja ára, okkur Gísla var boðið í afmæli sem við þáðum og var gaman að sjá litlu skottuna halda upp á afmælið sitt.  Ég færði henni samt ekki neitt í afmælisgjöf, sagði mömmunni að ég ætlaði að færa þeirri stuttu eitthvað fallegt frá London.  Afrekaði líka að versla afmælisgjöf handa nöfnu minni og Sigurjóni sem bæði eiga afmæli núna í apríl ..... neinei Sigurjón er fæddur 30 mars ....... götótt höfuð sko.......

Svo er það ferðalagið til London.  Við Vala fórum héðan á miðvikudagsköldið beint í Keflavíkina á okkar einkahótel þar, að vísu með viðkomu í Fellahvarfinu hjá Ellu Boggu og Sævari.  Snemma á fimmtudeginum var svo mætt í Leifsstöð og lagt í ,ann. Flugið hlýtur að hafa verið fínt, Vala sagði mig hafa hrotið alla heilu leiðina.  Allavega svaf ég vært á mitt græna eyra.  Okkur tókst að koma okkur alla leið á hótel með lest ..... sem okkur hefði ekki dottið í hug í fyrra að gera, hvað þá reynt.  En Völu tókst þetta.  Þetta virtist vera og var næsta auðvelt og það var ekki nema svona tveggja mínútna labb á hótel.  Sem reyndist bara ágætt, Vala hafði að vísu áhyggjur af plássinu í kringum salernið, við skulum láta duga að segja að það vantaði ekki mikið uppá að mann stæði fastur veggja á milli, væri sest á prívatið.  En allt slapp þetta fyrir horn, hvorug okkar sat föst þarna lengur en mann vildi ....

Við tóku skemmtilegar flækingsferðir, á safn, sýningu á handavinnu, búðaráp og horfa á mannlífið, nú þurfti Vala ekki út að reykja reglulega, hún er hætt, því var það eiginlega meir en fyndið þegar hún sótbölvaði þessum andsk..... reykingaþrælum við það að fá ösku fjúkandi framan í sig utan við dyr á hótelinu og ... þráðbeint í augun.  Núna kom aldrei meira en holy  sh .... þá stoppaði hún, minnug þess hve hún hræddi blásaklaust þjónustulið í fyrra eða árið þar áður.  Núna gætti hún þess líka vandlega að sú gamla æddi ekki beint af augum út á götu ..... eftir að hafa litið í öfuga átt eftir umferðinni. Og læsi rétt á lestarkortið.

Við áttum alveg eins von á því að það hefði ekki mikið upp á sig að játa aðspurðar að við værum íslendingar, eitthvað ræddum við að segja blákalt að við værum frá Hollandi.  En sannleikurinn er sagna bestur og því lét Vala þetta oft fylgja, hugmyndina okkar en sagði svo að við værum íslendingar.  Sem reyndist bara vera allt í lagi, flestir hlógu bara að þessu.  Og enginn hegndi okkur fyrir að játa þessa synd okkar.... að reynast vera íslenskar.

Heimferð gekk vel, þrátt fyrir lélegan svefn hjá okkur báðum, svefnleysið getum við þakkað þrem hundleiðinlegum Ítölum sem ýmist spörkuðu eða bönkuðu í sífellu á skjáinn í sætisbakinu fyrir framan sig og skeyttu engu um úrillar mæðgur sem voru að reyna að sofa í sætinu sem hýsti þetta ágæta sætisbak.  Mig sárlangaði að missa níðþunga handfarangurstöskuna mína í hausinn á þeim sem sat fyrir aftan mig, þegar ég dró töskuna út úr hólfinu þar sem hún hafði kúrt í á heimleiðinni ...... hætti við þegar ég mundi eftir að ég gæti brotið það sem í henni væri við gjörning þennan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehe ansans ítalirnir...þetta hefur verið flott ferð hjá ykkur, svona ferð væri ég til í að fara í...

Knús

Ragnheiður , 24.3.2009 kl. 21:58

2 identicon

Ha,ha,ha,  mín hefur nú stjórn á skapinu

Sigrún (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Einhvern tíman eigum við eftir að fara allar saman í ferð aftur

Rannveig Lena Gísladóttir, 26.3.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband