. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ég var orðin þreytt.......

Í gærkvöldi og átti þó eftir að ljúka blogginu.  Við Vala minntumst þess þegar til Keflavíkur kom í fyrrinótt að nú var liðið ár síðan að Huginn Heiðar kvaddi þessa veröld ....... eftir stutta og erfiða dvöl.  Yndislegur drengur sem foreldrar og systkin  umvöfðu kærleik og ást alla hans daga ...... alla daga er hans saknað og engu gleymt ..... elsku kallinn.

Mér mætti dánarfregn þegar ég kom á fætur í gær.  Gömul vinkona úr JC félagsskapnum, sem hefur barist við krabbamein undanfarna mánuði, var öll.  Jóhönnu Eyjólfs gleymir enginn sem kynntist henni, hvorki í leik né starfi.  Gefandi, hlý, dugleg, stjórnsöm ... yndisleg.  Ég hafði ekki séð hana lengi þegar ég hitti hana í marsbyrjun í fyrra, en það var eins og hafa hitt hana í gær.  Nú rifja þau upp gamlar JC stundir, hún og Fylkir... ég efa ekki að hinu megin strandar voru vinirnir hann og Árni Ragnar í móttökunefnd.

Núna er það spurningin um að þurrka af sér tárin og takast á við daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Halla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband