. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ég er á barnavakt ......

Nafna mín er sofnuð, Kristján er í tölvunni sinni og Sigtryggur er að leika sér við að byggja upp playmohúsið sem hann reif í morgun.  Anna sefur, er að fara á næturvakt á eftir og Óli er í útivistarleyfi..... með þeim ummælum frá tengdó (mér) að hann megi hvorki koma fullur heim né með kvenmann með sér.  Ég ætla að taka að mér að senda Önnu nývaknaða í vinnuna og passa börnin.... þangað til að húsbóndinn skilar sér heim.  Kvefið er að angra mig stórlega, ég snýti og hnerra með stuttu bili og líti ég í spegil mæta mér rauðþrútin augu og bólgið nef eins og á argasta brennivínsberserk .... ég sem hef ekki áfengi smakkað leeeengi.

Arg og hóst, farin að snýta einu sinni enn...... og nýbúin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

(Hahaha jemundur...þurfti að hafa þessi skilyrði með tengdamamma? )

Hann þorir alls ekkert að gera meðan þú lítur svona út Halla mín. Láttu þér batna mín kæra

Ragnheiður , 28.3.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: .

Neeee...... þess þurfti svosem ekki, var bara að borga honum athugasemdina frá í morgun þegar var biðröð á prívatið og ég spurði hvort klósettið væri laust.... neinei það er boltað niður, tengdó......

., 28.3.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já..hann hefur átt inni eina breiðsíðu

Ragnheiður , 29.3.2009 kl. 00:06

4 identicon

Var ekkert Whisky eða bjór til í London?

Afi úr sveitinni (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:51

5 Smámynd: .

Það getur verið að þú trúir því ekki, Gísli minn, en ég kannaði ekkert viskýbirgðir Breta og náði því jú að smakka bjór.... taldi þá ekki.  Mundi bara það sem pabbi þinn sagði eitt sinn að bjór væri varla áfengi, svona lapþunnur.

., 29.3.2009 kl. 08:46

6 identicon

gamla þó....... það var ekki ég sem fékk mér wisky eftir indian á Montana  það var bara guiness í mínu glasi.

Vala (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 12:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband