. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Það er að koma vor ......

Bara verður, takk .... ég er allavega búin að henda út á svalir húsgögnum sem eru þar á sumrin og men.. hvað það var gott að setjast þar niður áðan og hvíla sig eftir vænt þrifakast á hillum og skápum sem hafa beðið birtunnar.... áður en þrifið skyldi.  Ekki er nú samt neitt afspyrnuhlýtt úti, nema í skjóli.  Snúrunar mínar eru að verða nothæfar, það er að segja hægt að hengja upp þvottinn án þess að vaða í lappirnar við verkið.  Ekki veit ég hvar Smárinn minn bleytir sínar tær, hann er búinn að koma blautur í fætur til ömmu á hverjum degi síðan gamla skilaði sér heim.  Hér á hann þurra sokka og séu þeir ekki komnir úr þvotti, veit hann vel af sokkunum frá langömmu á Þingeyri sem enn sér öllum sínum afkomendum fyrir ullarsokkum og vettlingum.  Mér er ekki grunlaust um að einu vettlingar sem Sigtryggur fáist til að nota, séu fingravettlingar frá henni.

Framundan eru páskar og fermingar eru hafnar, ég sá fram á erfiðleika við að sinna þessu veislustandi, á skírdag eru þær þrjár .... allar á sama tíma. Ég var snögg að velja ... þótt feit sé, get ég ekki verið allstaðar.  Svo verða  Anna og Óli ásamt börnum hér um páska, gamangaman....

PS. Sé á teljaranum að það fer fækkandi þeim sem lesa blogg .... það eru allir á fésinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kíki nú til þín hérna öðru hvoru, Halla mín. Það er notalegt að fylgjast með hve natin þú ert að sinna öllum þínum ungum - og jafn notalegt að að sjá hve vel þeir kunna að meta það. Ég er hins vegar alveg handónýt að „kommenta“ - svo þú getur reiknað með að ég eigi stundum hlut í tölunni á teljaranum hjá þér þótt ég kvitti ekki (nema afar sjaldan)  Hafið það sem best - kveðjur til Gísla líka

Ingunn Ásdís (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 19:28

2 identicon

Alltaf lít ég hér við, enda ekki komin með "Facebook" en það hafa fækkað bloggfærslum hjá þeim sem ég kíki hjá allir farnir á Face-ið

kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:05

3 identicon

Halla mín, ég kíki OFT, en kvitta sjaldan, þú ert svo oft "að heiman" að þetta er leiðin til að fylgjast með þér

Sigrún (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband