. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Vestmannaeyjar ..... á morgun.

Ég er á leiđinni til Eyja í ferminguna hennar Lindu Kristínar, millilendi á Bakkastöđunum ţangađ til í fyrramáliđ ađ Gerđa sćkir mig og viđ leggjum í'ann til Eyja.  Ćtlađi ađ vera vođa dugleg og blogga í gćr, en dagurinn fór í allt annađ... ferđ á Sauđárkrók međ Anton Einar eftir hádegiđ og svo fórum viđ Gísli norđur í Miđgarđ á tónleika í gćrkvöldi.  Karlakórinn Heimir var ađ flytja í síđasta sinn dagskrána sem sett var saman um Stefán Íslandi.  Alveg stórgott hjá ţeim.  Gestasöngvarar voru Ţorgeir J. Andrésson og Óskar Pétursson.  Óskari gekk illa, venju samkvćmt, ađ sitja á stráksskap sínum, ţeir enduđu á ţví ađ syngja báđir O sole mio, reynandi ađ hćkka sig yfir hinn ... og í miđju lagi eftir vćna ţrumu úr munni Ţorgeirs rétt viđ eyra Óskars ...... beygđi hann sig og hellti úr eyranu međ tilţrifum. Hélt svo áfram ađ syngja.

Ţađ er búiđ ađ gjörbreyta Miđgarđi, byggja viđ nýja forstofu, setja lyftu utan á húsiđ og endurbćta allt ađ innan.  Nýir gluggar sem ekkert mál er lengur ađ myrkva, nýir stólar, nýtt á gólfum ... ţetta er snilld.  Legg til ađ Húnvetningar taki nú granna sína til fyrirmyndar og endurbyggi félagsheimiliđ á Blönduósi, ekki veitir af.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Takk aftur fyrir skutliđ međ drenginn...

Rannveig Lena Gísladóttir, 30.4.2009 kl. 22:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband