. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Komin aftur.....

Í Bakkastaðina til unganna minna eftir ógleymanlega helgi í Eyjum með Gerðu minni.  Fermingarathöfnin verður ógleymanleg, hófst á skírn, eitt fermingarbarnið hélt tveggja mánaða bróður sínum undir skírn.... og svo þurfti að skíra eitt fermingarbarnið svo það gæti nú staðfest skírnarheitið.  Aðstæðna vegna í Eyjum þessa helgina var ekki hægt að hefja undirbúning í sal fyrir veisluna... sem hefjast skyldi klukkan fjögur .... fyrr en eftir hádegi en þetta tókst undir styrkri stjórn Lindu eldri, fermingarbarnið hjálpaði til ... komin í náttbuxurnar sínar og bol.  Hún var svo komin í kjólinn sinn flotta í tæka tíð áður en gestir komu og bauð alla velkomna um leið og hún þakkaði öllum fyrir að koma og gleðjast með sér og fjölskyldu sinni... og sagði gjörið svo vel og benti á hlaðið matarborðið.  Þarna var að sjálfsögðu etið þangað til að mann stóð á blístri ... og vel það.

Við Gerða gistum þarna í húsi sem langt er komið með að gera upp, vorum einar þar fyrstu nóttina og þó ekki ... umgangurinn var slíkur að ég var komin á fremsta hlunn með að fara upp á miðhæðina og tékka á þessum íbúa... ef ég sæi hann.  En stiginn upp var leiðinlegur svo ég sneri mér á hina og sofnaði fljótlega aftur.  Það fyndna við þetta var að margir spurðu okkur að þessu hvort væri ekki umgangur þarna sem lítt sæist.  En þetta raskaði ekki ró okkar Gerðu, við áttum þarna góðar stundir bæði sofandi og vakandi.  Svo bættust fleiri þarna í gistingu, ætli við höfum ekki verið orðin ellefu í restina.

Þeir voru margir gestirnir í fermingunni sem heilsuðu mér sem mömmu hennar Gerðu, okkur var eiginlega skemmt við að leiðrétta þetta ... eitt skiptið svaraði ég... jújú ég á hana en hún er nú samt bróðurdóttir mín.....

Takk elsku Gerða fyrir dagana, það var yndislegt að fá að vera með þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband