. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Hér standa yfir deilur.....

Um þýðingu orðanna að slappa af.  Kristján Atli er gallharður á því að hann hafi átt að slappa af þessa daga sem hann dvelur hjá ömmu og afa.  Ég hinsvegar segi að hann hafi átt að hvíla sig á áreitinu og fleiru sunnan heiða .... með því að koma norður og hjálpa til í því sem gera þarf á venjulegu heimili. Út með ruslið, taka til í bískúrnum undir styrkri stjórn ömmu og Svanhildar og nú er hann fúll ærlega úti í garði að þrífa beðin... sem og Svanhildur og Gísli.  Þetta er nú meiri afslöppunin, tautaði hann áðan, áttaði sig enganveginn á að amma var úti á svölum og heyrði athugasemdina.  Bót í máli að hann veit að það eru kjötbollur að hætti ömmu í kvöldmat, þetta er hans uppáhaldsmatur.

Ég fór nefnilega í gær á móti Óla tengdasyni, hann var að keyra konu sinni og sonum áleiðis í sveitina, það er að segja Kristján varð eftir hér, Anna og Sigtryggur bóndi fóru í Steiná. Það var snáðinn fljótur að koma auga á Hnýflu með tvö lömb komna út í girðingu og var snöggur að koma sér í húsin til að skoða.  Ég keyrði þeim frameftir og þegar ég stóð upp og tilkynnti brottför, sagði Sigtryggur snöggt.... ég ætla ekki með og var snöggur út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband