. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Aftur komin helgi.....

Og þessi er löng, nefnilega hvítasunnuhelgi og því hafa margir frí á mánudaginn líka.  Við hjónin komum heim um hádegið í dag eftir hálfsannars sólarhringsdvöl sunnan heiða. Auðfengin gisting á Bakkastöðum 75 í góðu rúmi, húsráðendur og afleggjarar eru vestur á Þingeyri.  Við sváfum auðvitað ekki út venju frekar og um níuleytið hrakti ég vinkonu mína Elínu Aðalsteins á fætur með þeim ummælum að við værum á leið í morgunkaffi.  Síðan var það næsta verkefni að finna opna gleraugnaverslun fyrir Gísla, hann var nefnilega með í fórum sínum resept fyrir tvennum gleraugum. Sú fannst niður í Kringlu.  Þar kynnti indæll hjáparkokkur fyrir honum mikla nýjung í gleraugna umgjörðum, fislétt eintak .. ekki nema eitt gramm á þyngd. Ég hafði efasemdir.. hann á það til að hnerra með ótæpilegum hávaða og ég sá fyrir mér fis þessi þeytast af nefi hans út í loftið blátt og finnast ekki fyrr en eftir langa leit.  Og þar sem þolinmæði hans er takmörkum háð þegar hlutir sem eiga sinn fasta samastað... eru þar ekki.  Sem betur fer leist honum ekkert á þetta heldur.  Næst fóru á nef hans gjarðir.. líka úr títan en efnismeiri og heil fimmtán grömm..... voila...... þetta var bara eins og þau ættu heima á nefi þessu.  Þangað til að hjálparkokkurinn sagði að eintakið kostað 51 þúsund krónur.... íslenskar.  Ég er ekki viss um hvort þeirra hrökk meira við. Gjarðirnar á borðið og haldið áfram að leita.  En nú var álitsgjafinn ( ég ) farinn að skipta sér af, ekkert af því sem á nef Gísla var sett fannst mér nema sæmilegt í besta falli svo endirinn varð sá að hann keypti þessar fokdýru gjarðir... og kennir mér um.

Komin þarna út teymdi ég hann inn í skóbúð, ætlaði að vita hvort ég fengi á mig gönguskó .... ójú þeir voru til, meir að segja Gísli fer að skoða og fann á sig skó, sem hann fékk "leyfi" til að kaupa ... ef ég mætti henda þessum tvennu sem voru nýburstaðir á forstofugólfinu heima.  Hann fullyrðir reyndar núna að ég megi bara henda öðrum skónum, það er að segja öðru parinu.  En hann var ekki hættur.  Eftir var að kaupa stóla og borð fyrir útilegur á Núpi, ferðasalerni sem farið var vinsamlega fram á að yrði sett í kofann sem á að setja þarna niður, já og fætur undir ferðagrillið.  Ég veit ekki hvað fólk hefur haldið þegar við röltum út út Húsasmiðjunni, Gísli með stóran kassa í fanginu og ég á eftir honum ..... með pönnu eina stóra í annarri hendi.

Svona til að vera viss um að rata í afmælið hennar Oddnýjar og heim aftur, endaði hann á að kaupa sér GPS tæki.  Ég sem hélt að væri nóg að fletta upp í mér.

En í afmælið fórum við og skemmtum okkur ágæta vel, þarna voru margir mættir til að gleðjast með henni, gott að borða og gott að drekka og það lá vel á afmælisbarninu. 

Takk fyrir okkur Oddný mín og Jökull .... sem steikti partýbollurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

OOOOO þið eruð æði   Ég vildi að ég hefði getað fylgst með þessu öllu saman

Anna Gísladóttir, 2.6.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband