. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Helgin búin .......

Og ég komin heim með kallinn og skítugan bíl. Kom aðeins hingað heim í gær en var farin aftur uppeftir um tvöleytið.  Ein..... þangað til að Gísli skilaði sér í kvöldmat,  Lena, Árni og börn komu með afann uppeftir og borðuðu með okkur.  Þeim líst vel á framkvæmdir og hafa hug á að nýta sér aðstöðuna, Árni minntist ekki á holur í vegi og viðkvæman bíl + fellihýsi. Síðan fóru þau og Gísli fór að vökva í skurðina.  Okkur tókst nefnilega um helgina að leggja vatn þarna heim ... að vísu ofanjarðar, ég hafði það af að fara alla leið upp í vatnsból á laugardeginum og skoða en gamla vatnslögnin var þrælstífluð og ekki viðlit að hreinsa út úr henni nema með mikilli fyrirhöfn.... lögðum þetta því upp á nýtt.  Og nú er það stefnan að rennbleyta alla mold í skurðunum áður en  verður gróðursett í þá .

Alla helgina er búið að vera yndislegt veður, Annan mín og börnin voru komin í Núp á föstudagskvöldinu í kvöldmat, sem og Árný, en þau sváfu hér niðurfrá sem börnin voru ekkert alltof sátt við, en voru svo komin snemma nokkuð  á laugardeginum til ömmu í sveitina, afi var auðvitað farinn að sinna skattinum.

Ég er alltaf að finna það betur og betur hve gott það er að vera þarna í kyrrðinni, rifja upp gamla tíma... hver veit nema að þær hugleiðingar rati seinna hér inn......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Halla mín það eru góðar minningar frá staðnum, ég hlakka til að sjá framkvæmdirnar hjá ykkur. það verður munur að fara frameftir þegar komin er girðing þannig að engin hætta er á að bíllinn verði "hross-nagaður" eftir nóttina. Hafðu það sem best kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband